Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. maí 2021 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taylor Ziemer í Breiðablik (Staðfest) - Alhliða leikmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Taylor Marie Ziemer er gengin í raðir Breiðabliks. Hún hefur félagaskipti frá hollensku félagi en Taylor er bandarísk. Hún lék með ADO Den Haag árið 2018 en hefur síðan leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Taylor er fædd árið 1998 og sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, að um alhliða leikmann væri að ræða.

„Hún er kröftug, stór og sterkur miðjumaður sem getur leyst margar stöður. Hún er alhliða leikmaður og hefur einnig spilað frammi. Við vonumst til þess að hún geti stigið inn í margar stöður og hjálpað okkur," sagði Vilhjálmur.

„Í dag er þetta einfaldasta leiðin til að auka við breiddina. Það er erfitt að fá íslenska leikmenn, þeir eru á samning og lið eru ekkert sérstaklega spennt fyrir því að fá tilboð í sína leikmenn frá Breiðablik. Það er því eina leiðin að fá inn erlendan leikmann," sagði Vilhjálmur í dag.
Athugasemdir
banner
banner