Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 11. maí 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Verð bara að taka 'positive vibes' á þetta
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Stjörnumönnum í fimmtu umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig; Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Góð tilfinning. Sætt að setja sigurmarkið hérna í lokin. Mér fannst kannski óþarfi og gegn gangi leiksins að þetta myndi enda svona en bara virkilega mikill karakter og vel gert að stíga upp og klára þegar þetta var komið í 2-2," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Auðvitað vorum við kannski klaufar svona í síðustu aðgerðum á fremsta þriðjungi í fyrri hálfleik og hefðum getað verið komnir með fleiri mörk og þetta mark sem að þeir skora breytir aðeins dýnamíkinni í leiknum, 2-1 og 2-0 er mikill munur þarna á."

Blikar voru ekki sáttir með að fyrsta mark Stjörnumanna fengi að standa og það voru fleiri dómar sem þeir voru ekki sáttir með.

„Já ég verð bara að taka positive vibes á þetta því við unnum góðan sigur. Ég ætla ekki einu sinni að fara þangað en það voru allskonar skrítnir dómar í þessu og ég veit það var kannski ekki mikil snerting en menn verða að átta sig á því að þú ert markmaður að hoppa og það er einhver sem ýtir þér í sama mómenti og þú hoppar upp og þú getur ekkert gert og ég hefði viljað sjá dómarann sýna því meir leikskilning af því að það var crucial atriði en við látum kyrrt liggja og ekki tala um fleiri dóma."

Nánar er rætt við Halldór í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner