Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 11. maí 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Verð bara að taka 'positive vibes' á þetta
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Stjörnumönnum í fimmtu umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig; Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Góð tilfinning. Sætt að setja sigurmarkið hérna í lokin. Mér fannst kannski óþarfi og gegn gangi leiksins að þetta myndi enda svona en bara virkilega mikill karakter og vel gert að stíga upp og klára þegar þetta var komið í 2-2," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Auðvitað vorum við kannski klaufar svona í síðustu aðgerðum á fremsta þriðjungi í fyrri hálfleik og hefðum getað verið komnir með fleiri mörk og þetta mark sem að þeir skora breytir aðeins dýnamíkinni í leiknum, 2-1 og 2-0 er mikill munur þarna á."

Blikar voru ekki sáttir með að fyrsta mark Stjörnumanna fengi að standa og það voru fleiri dómar sem þeir voru ekki sáttir með.

„Já ég verð bara að taka positive vibes á þetta því við unnum góðan sigur. Ég ætla ekki einu sinni að fara þangað en það voru allskonar skrítnir dómar í þessu og ég veit það var kannski ekki mikil snerting en menn verða að átta sig á því að þú ert markmaður að hoppa og það er einhver sem ýtir þér í sama mómenti og þú hoppar upp og þú getur ekkert gert og ég hefði viljað sjá dómarann sýna því meir leikskilning af því að það var crucial atriði en við látum kyrrt liggja og ekki tala um fleiri dóma."

Nánar er rætt við Halldór í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir