Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 11. maí 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Verð bara að taka 'positive vibes' á þetta
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Stjörnumönnum í fimmtu umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig; Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Góð tilfinning. Sætt að setja sigurmarkið hérna í lokin. Mér fannst kannski óþarfi og gegn gangi leiksins að þetta myndi enda svona en bara virkilega mikill karakter og vel gert að stíga upp og klára þegar þetta var komið í 2-2," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Auðvitað vorum við kannski klaufar svona í síðustu aðgerðum á fremsta þriðjungi í fyrri hálfleik og hefðum getað verið komnir með fleiri mörk og þetta mark sem að þeir skora breytir aðeins dýnamíkinni í leiknum, 2-1 og 2-0 er mikill munur þarna á."

Blikar voru ekki sáttir með að fyrsta mark Stjörnumanna fengi að standa og það voru fleiri dómar sem þeir voru ekki sáttir með.

„Já ég verð bara að taka positive vibes á þetta því við unnum góðan sigur. Ég ætla ekki einu sinni að fara þangað en það voru allskonar skrítnir dómar í þessu og ég veit það var kannski ekki mikil snerting en menn verða að átta sig á því að þú ert markmaður að hoppa og það er einhver sem ýtir þér í sama mómenti og þú hoppar upp og þú getur ekkert gert og ég hefði viljað sjá dómarann sýna því meir leikskilning af því að það var crucial atriði en við látum kyrrt liggja og ekki tala um fleiri dóma."

Nánar er rætt við Halldór í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner