Breiðablik tók á móti Stjörnumönnum í fimmtu umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag.
Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig; Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Stjarnan
„Góð tilfinning. Sætt að setja sigurmarkið hérna í lokin. Mér fannst kannski óþarfi og gegn gangi leiksins að þetta myndi enda svona en bara virkilega mikill karakter og vel gert að stíga upp og klára þegar þetta var komið í 2-2," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
„Auðvitað vorum við kannski klaufar svona í síðustu aðgerðum á fremsta þriðjungi í fyrri hálfleik og hefðum getað verið komnir með fleiri mörk og þetta mark sem að þeir skora breytir aðeins dýnamíkinni í leiknum, 2-1 og 2-0 er mikill munur þarna á."
Blikar voru ekki sáttir með að fyrsta mark Stjörnumanna fengi að standa og það voru fleiri dómar sem þeir voru ekki sáttir með.
„Já ég verð bara að taka positive vibes á þetta því við unnum góðan sigur. Ég ætla ekki einu sinni að fara þangað en það voru allskonar skrítnir dómar í þessu og ég veit það var kannski ekki mikil snerting en menn verða að átta sig á því að þú ert markmaður að hoppa og það er einhver sem ýtir þér í sama mómenti og þú hoppar upp og þú getur ekkert gert og ég hefði viljað sjá dómarann sýna því meir leikskilning af því að það var crucial atriði en við látum kyrrt liggja og ekki tala um fleiri dóma."
Nánar er rætt við Halldór í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |