Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 11. maí 2022 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn með fulla trú á Ísaki þó tímabilið hafi ekki verið draumur í dós
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum þegar FC Kaupmannahöfn vann sigur gegn Silkeborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni.

Um var að ræða fyrsta deildarleikinn sem Ísak byrjar síðan í október. Hann nýtti heldur betur tækifærið.

„Fyrsta tímabilið í Danmörku hefur ekki farið algjörlega eftir plani fyrir íslenska táninginn, en það má gera ráð fyrir því að hann taki skref fram á við 2022-23 - hann er of góður til þess að gera það ekki," segir Tom Maston, fjölmiðlamaður Goal, um Ísak sem gekk í raðir FCK, stærsta félags Skandinavíu, á síðasta ári.

Í viðtali eftir leik sagðist Ísak, sem er 19 ára gamall, vera ánægður með að hjálpa liðinu með tveimur mörkum.

Kaupmannahöfn er á toppi dönsku deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Midtjylland sem á leik til góða.

Hægt er að sjá bæði mörk landsliðsmannsins hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner