Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum þegar FC Kaupmannahöfn vann sigur gegn Silkeborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða fyrsta deildarleikinn sem Ísak byrjar síðan í október. Hann nýtti heldur betur tækifærið.
Um var að ræða fyrsta deildarleikinn sem Ísak byrjar síðan í október. Hann nýtti heldur betur tækifærið.
„Fyrsta tímabilið í Danmörku hefur ekki farið algjörlega eftir plani fyrir íslenska táninginn, en það má gera ráð fyrir því að hann taki skref fram á við 2022-23 - hann er of góður til þess að gera það ekki," segir Tom Maston, fjölmiðlamaður Goal, um Ísak sem gekk í raðir FCK, stærsta félags Skandinavíu, á síðasta ári.
Í viðtali eftir leik sagðist Ísak, sem er 19 ára gamall, vera ánægður með að hjálpa liðinu með tveimur mörkum.
Kaupmannahöfn er á toppi dönsku deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Midtjylland sem á leik til góða.
Hægt er að sjá bæði mörk landsliðsmannsins hér fyrir neðan.
Isak Bergmann Johannesson (2003) marks his first league start since October with two goals for FC Copenhagen.
— Tom Maston (@TomMaston) May 11, 2022
First season in Denmark hasn’t quite gone to plan for the teenage Iceland midfielder, but expect him to kick on in 22-23 - he’s too good not to!#NXGN https://t.co/ChCAGsYACd
Athugasemdir