Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. maí 2022 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdimar Ingi til liðs við ÍR (Staðfest)
Valdimar Ingi Jónsson.
Valdimar Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar þykja líklegir til afreka í 2. deild í sumar og þeir hafa bætt við leikmannahóp sinn á þessum gluggadegi.

Valdimar Ingi Jónsson er kominn til félagsins frá Fjölni þar sem hann spilaði síðast.

Valdimar er kantmaður sem er fæddur árið 1998. Hann hefur spilað 138 leiki í meistaraflokki og skorað 13 mörk. Auk þess að leika með Fjölni, þá hefur hann einnig leikið með Leikni Fáskrúðsfirði á sínum ferli.

Í fyrra spilaði hann 15 leiki og skoraði tvö mörk með Fjölnismönnum í Lengjudeildinni, næst efstu deild.

ÍR byrjaði þetta sumar á 3-0 sigri gegn Hetti/Hugin og ef Valdimar spilar mikið, þá er þarna klárlega leikmaður sem mun algjörlega hjálpa liðinu í baráttunni um að komast upp.

Næsti leikur ÍR er gegn KF á laugardag og þar gæti Valdimar þreytt frumraun sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner