„Þetta var æðislegt. Það er auðvitað ógeðslega langt síðan ég fékk að spila síðast. Ég spilaði síðast deildarleik í febrúar. Maður saknar þess að snerta fótbolta og vera aftur á grasinu, þá sérstaklega á Laugardalsvellinum," sagði Jón Daði Böðvarsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 2-1 liðsins á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.
Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og lítið spilað með Reading á þessu ári.
Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og lítið spilað með Reading á þessu ári.
„Maður rennur svolítið á adrenalíninu og stemningunni. Ég var orðinn svolítið þreyttur á 60. mínútu en ég hefði alveg getað þjösnast í gegnum 90 mínútur en það var kannski lang sniðugast að taka mann útaf svo maður sé ekki að meiðast eða eitthvað svoleiðis. Þetta var æðislegt og sérstaklega að fá sex stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Jón Daði.
Hann segir að það hafi ekkert komið sér mikið á óvart að hann hafi verið í byrjunarliðinu í kvöld.
„Það hefur gengið mjög vel á æfingum og fitnessið er gott þannig séð. Ég hef verið að æfa mjög vel og fór beint eftir tímabilið á Selfoss og hef verið að æfa þar með Gunnari Borgþórssyni, maður verður að gefa honum S/O meðan maður er að tala við ykkur. Ég þakka honum fyrir að koma mér í stand og síðan hef ég verið að æfa vel með landsliðinu, síðan var maður klár í þetta," sagði Jón Daði.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Laumuðum okkur í reykmettað bakherbergi í Laugardalnum og gerðum upp stórfuðulegan aðdraganda að leiknum og glæsilega frammistöðu! @tomthordarson og @maggimar með mér #fotboltinet https://t.co/RdjiG4KURy
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 11, 2019
Athugasemdir