Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   þri 11. júní 2019 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Jón Daði: Hefði getað þjösnast í gegnum 90 mínútur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var æðislegt. Það er auðvitað ógeðslega langt síðan ég fékk að spila síðast. Ég spilaði síðast deildarleik í febrúar. Maður saknar þess að snerta fótbolta og vera aftur á grasinu, þá sérstaklega á Laugardalsvellinum," sagði Jón Daði Böðvarsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 2-1 liðsins á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og lítið spilað með Reading á þessu ári.

„Maður rennur svolítið á adrenalíninu og stemningunni. Ég var orðinn svolítið þreyttur á 60. mínútu en ég hefði alveg getað þjösnast í gegnum 90 mínútur en það var kannski lang sniðugast að taka mann útaf svo maður sé ekki að meiðast eða eitthvað svoleiðis. Þetta var æðislegt og sérstaklega að fá sex stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Jón Daði.

Hann segir að það hafi ekkert komið sér mikið á óvart að hann hafi verið í byrjunarliðinu í kvöld.

„Það hefur gengið mjög vel á æfingum og fitnessið er gott þannig séð. Ég hef verið að æfa mjög vel og fór beint eftir tímabilið á Selfoss og hef verið að æfa þar með Gunnari Borgþórssyni, maður verður að gefa honum S/O meðan maður er að tala við ykkur. Ég þakka honum fyrir að koma mér í stand og síðan hef ég verið að æfa vel með landsliðinu, síðan var maður klár í þetta," sagði Jón Daði.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner