Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   þri 11. júní 2019 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Jón Daði: Hefði getað þjösnast í gegnum 90 mínútur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var æðislegt. Það er auðvitað ógeðslega langt síðan ég fékk að spila síðast. Ég spilaði síðast deildarleik í febrúar. Maður saknar þess að snerta fótbolta og vera aftur á grasinu, þá sérstaklega á Laugardalsvellinum," sagði Jón Daði Böðvarsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 2-1 liðsins á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og lítið spilað með Reading á þessu ári.

„Maður rennur svolítið á adrenalíninu og stemningunni. Ég var orðinn svolítið þreyttur á 60. mínútu en ég hefði alveg getað þjösnast í gegnum 90 mínútur en það var kannski lang sniðugast að taka mann útaf svo maður sé ekki að meiðast eða eitthvað svoleiðis. Þetta var æðislegt og sérstaklega að fá sex stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Jón Daði.

Hann segir að það hafi ekkert komið sér mikið á óvart að hann hafi verið í byrjunarliðinu í kvöld.

„Það hefur gengið mjög vel á æfingum og fitnessið er gott þannig séð. Ég hef verið að æfa mjög vel og fór beint eftir tímabilið á Selfoss og hef verið að æfa þar með Gunnari Borgþórssyni, maður verður að gefa honum S/O meðan maður er að tala við ykkur. Ég þakka honum fyrir að koma mér í stand og síðan hef ég verið að æfa vel með landsliðinu, síðan var maður klár í þetta," sagði Jón Daði.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner