Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 11. júní 2021 07:00
Victor Pálsson
Rólegur þrátt fyrir áhuga Barca og PSG
Caio Henrique, bakvörður Monaco, er rólegur þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé á leið til stórliðs í sumar.

Henrique ku vera á óskalista bæði Paris Saint-Germain og Barcelona en hann var frábær fyrir Monaco í vetur.

Þessi 23 ára gamli leikmaður kom til Monaco frá Atletico Madrid og spilaði 36 leiki í vetur er liðið hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.

„Ég er afskaplega rólegur. Ég reyni að blanda mér ekki í þetta og einbeita mér að vellinum. Ég sleppi þessu og leyfi umboðsmönnum að sjá um málið," sagði Henrique.

„Auðvitað er mjög ánægjulegt að heyra af þessum frábæru félögum en ég er rólegur og reyni að gera mitt besta."

„Það skiptir engu máli hvar ég spila, ég einbeiti mér að þessari treyju og það mun aldrei breytast."
Athugasemdir
banner