
Þorlákur Már Árnason þjálfir Þórs var svekktur eftir að hafa tapað 3-1 á útivelli gegn HK í dag. Þór leiddi 1-0 í hálfleik en fékk á sig 3 mörk á 10 mínútna kafla í seinni hálfleik.
Lestu um leikinn: HK 3 - 1 Þór
„Ég er hrikalega svekktur. Sérstaklega útaf mörkunum sem við fengum á okkur það var 1-0 og þeir fá víti, boltinn fer upp í hendina á varnarmanni og fyrirgjöf það var næsta mark. Þannig það var rosalegt áfalla að fá svona ódýr mörk á sig og greinilegt að við buguðums við það en ég er ánægður með að við komum til baka og leikmenn gáfust ekki upp. En þetta var bara sanngjarn sigur HK.
Þór varðist gríðarlega vel í fyrri hálfleik en fengu svo 3 mörk á sig á stuttum kafla.
„Það er eins og ég segi. Það er alltaf erfitt þegar þú færð á þig víti. Þetta atvik með vítið finnst mér bara vera óheppni og síðan kemur einhver fyrirgjöf sem siglir í gegn. Þannig að maður sem þjálfari finnst það stundum betra þegar liðin sundurspila mann og fær einhver opin færi en þetta var ógeðslegt þessi tvö fyrstu mörk.
Þór er með 5 stig eftir 6 leiki og var vonast eftir meiru en Þorlákur ætlar að reyna að rétta úr kútnum.
„Það er bara æfing á morgun og undirbúningur fyrir næsta leik. Hver einasti leikur í þessari deild er náttúrulega bara mjög erfiður og við erum bara þarna í neðri hlutanum og það er bara mikilvægt að snúa því við í næsta leik.
Viðtlaið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.