Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miroslav Klose tekur við Nurnberg (Staðfest)
Miroslav Klose.
Miroslav Klose.
Mynd: EPA
Miroslav Klose, markahæsti fótboltamaður í sögu þýska landsliðsins, hefur verið ráðinn stjóri Nurnberg.

Nurnberg er stórt félag í Þýskalandi en liðið leikur núna í B-deildinni.

Klose skoraði á sínum tíma 71 mark í 137 landsleikjum fyrir Þýskalands og er hann markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni HM með 16 mörk.

Hann hefur verið að vinna sig upp þjálfarastigann eftir að skórnir fóru upp á hillu. Hann var fyrst aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins, U17 þjálfari hjá Bayern München og síðar aðstoðarþjálfari þar.

Hans fyrsta starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki var hjá Rheindorf Altach í Austurríki en hann hætti þar í mars 2023. Núna er hann tekinn við Nurnberg sem hafnaði í tólfta sæti B-deildarinnar á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner