Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 11. júní 2024 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttulandsleikir: Ronaldo með tvö í sigri Portúgals - Bradley hetja Norður-Íra
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Conor Bradley
Conor Bradley
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo hefur skorað 130 mörk fyrir Portúgal eftir að hafa skorað tvö gegn Írlandi í kvöld.


Liðin áttust við í Portúgal en Joao Felix náði forystunni í fyrri hálfleik fyrir Portúgal eftir undirbúning Bruno Fernandes.

Ronaldo bætti öðru markinu við þegar hann átti glæsilegt skot vinstra megin úr teignum í fjærhornið. Hann bætti öðru markinu við þegar Diogo Jota komst inn á teiginn að harðfylgi og sendi á Ronaldo. Hann hefur nú skorað 130 landsliðsmörk.

Þetta var síðasti leikur Portúgal fyrir EM en liðið hefur leik í Þýskalandi gegn Tékkum þann 18. júní.

Conor Bradley hægri bakvörður Liverpool var hetja Norður Íra þeegear liðið vann Andorra en hann skoraði bæði mörk liðsins.

San Marino 1 - 4 Cyprus
0-1 Giannis Satsias ('45 )
0-2 Grigoris Kastanos ('53 )
0-3 Grigoris Kastanos ('54 )
1-3 Simone Giocondi ('81 )
1-4 Andronikos Kakoulis ('83 )

Northern Ireland 2 - 0 Andorra
1-0 Conor Bradley ('16 )
2-0 Conor Bradley ('22 )

Portugal 3 - 0 Ireland
1-0 Joao Felix ('18 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('50 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('60 )

Moldova 0 - 4 Ukraine
0-1 Roman Yaremchuk ('2 )
0-2 Viktor Tsygankov ('43 )
0-3 Artem Dovbyk ('49 )
0-4 Georgiy Sudakov ('54 )

Belarus 0 - 4 Israel
0-1 Guy Melamed ('6 )
0-2 Ramzi Safuri ('18 )
0-3 Raz Shlomo ('36 )
0-4 Mohamad Kanaan ('82 )
Rautt spjald: Zakhar Volkov, Belarus ('65)

Greece 2 - 0 Malta
1-0 Anastasios Bakasetas ('7 , víti)
2-0 Christos Tzolis ('15 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner