Breiðablik fékk Vaduz frá Litháen í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í undankeppni Evrópudeildarinnar og skildu liðin jöfn 0-0 í tíðindalitlum leik. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með hvað sitt lið hélt vel en hefði viljað refsa meira með skyndisóknum og reyna að ná inn marki.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Vaduz
„Við ætluðum að vera þéttir og þolinmóðir gegn þeim, við vissum að þeir væru góðir í fótbolta og geta haldið bolta vel og þeir sýndu það i kvöld. Við vorum þéttir, þeir komust ekki inn á hættusvæðin okkar. Ég hefði viljað skora mark og mögulega geta refsað þeim meira, vinna boltann á ákveðnum stöðum og refsa þeim með skyndisóknum."
Ágúst telur að þeir séu i góðum málum fyrir seinni leikinn og ætlar sér áfram í næstu umferð.
„Það er náttúrulega nauðsynlegt að við skorum mark, það segir sig sjálft og þá erum við í góðum málum. Ef við höldum okkar taktík sýnist mér þeir ekki komast mikið i gegnum okkur, þetta verður hörkuleikur a útivell. Við ætlum okkur að komast áfram.
Athugasemdir