Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. júlí 2021 23:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta leikmenn sem fá ekki að æfa hjá Mourinho
Mourinho er byrjaður að láta til sín taka.
Mourinho er byrjaður að láta til sín taka.
Mynd: Getty Images
Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho er byrjaður að láta til sín taka hjá ítalska félaginu Roma.

Mourinho er á leið inn í sitt fyrsta tímabil með Roma en hann ætlar að losa sig við átta leikmenn.

Undirbúningstímabilið er byrjað og þessir átta leikmenn sem Mourinho vill losna við, þeir fá ekki að æfa. Það er Sky á Ítalíu sem segir frá þessu.

Einn af leikmönnunum er hollenski kantmaðurinn Justin Kluivert sem var keyptur frá Akax fyrir rúmar 15 milljónir punda frá Ajax 2018. Spænski kantmaðurinn Pedro er einnig ekki í plönum Mourinho.

Hinir sex leikmennirnir sem Mourinho er sagður vilja burt eru Ante Coric, Robin Olsen, Davide Santon, Javier Pastore, Steven Nzonzi og Federico Fazio.

Mourinho er ekki bara að losa sig við leikmenn. Hann er að fá markvörðinn Rui Patricio og er að reyna að kaupa miðjumanninn Granit Xhaka frá Arsenal. Hann ætlar sér að búa til sigurlið í höfuðborginni ítölsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner