Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. ágúst 2020 08:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir áfram við Sancho - Inter vill Smalling
Powerade
Jadon Sancho er í öllum blöðum.
Jadon Sancho er í öllum blöðum.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling til Inter?
Chris Smalling til Inter?
Mynd: Getty Images
Nicolas Tagliafico í enska boltann?
Nicolas Tagliafico í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn nýtur ávallt vinsælda. Það er um það talað og eftir því tekið. Sancho, Ramsey, Smalling, Havertz, Traore, Hendrick og fleiri í pakkanum í dag.

Aaron Ramsey (29) er ekki inni í myndinni hjá Andrea Pirlo hjá Juventus og velski miðjumaðurinn má finna sér nýtt félag. (Mirror)

Manchester United mun halda áfram að reyna að kaupa enska vængmanninn Jadon Sancho (20) þó Borussia Dortmund fullyrðir að hann muni vera áfram hjá félaginu. (Mail)

Inter hefur áhuga á að fá Chris Smalling (30) frá Manchester United. Miðvörðurinn var á láni hjá Roma á þessu tímabili. (Gazzetta dello Sport)

Blaise Matuidi (33) er á leið frá Juventus til Inter Miami, liðs David Beckham í MLS-deildinni. Miðjumaðurinn er á leið í læknisskoðun. (Goal)

Sóknarmaðurinn Daniel Sturridge (30), fyrrum leikmaður Liverpool, segist eiga óklárað verkefni í ensku úrvalsdeildinni og vill snúa þangað aftur. Sturridge yfirgaf tyrkneska félagið Trabzonspor í mars. (Sky Sports)

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg (25) hefur staðist læknisskoðun hjá Tottenham og verður kynntur sem leikmaður félagsins í dag. (Sky Sports)

Ólíklegt er að Barcelona borgi meira en 15 milljónir evra fyrir spænska varnarmanninn Eric Garcia (19) sem vill yfirgefa Manchester City. (ESPN)

Chelsea hefur náð munnlegu samkomulagi við Kai Havertz (21) um fimm ára samning en Bayer Leverkusen segir að þýski landsliðsmaðurinn muni kosta 90 milljónir punda. (RMC Sport)

Chelsea hefur áhuga á argentínska bakverðinum Nicolas Tagliafico (27) hjá Ajax. (Sky Sports)

Arsenal er á barmi þess að tryggja sér brasilíska miðjumanninn Willian (32) hjá Chelsea. Hann hefur staðist læknisskoðun. (Standard)

Enski vinstri bakvörðurinn Ryan Sessegnon (20) hjá Tottenham er efstur á óskalsita Newcastle. (Sun)

Kyle Walker-Peters (23), hægri bakvörður Tottenham, er kominn vel á veg í viðræðum við Southampton. (Football Insider)

Chelsea fær samkeppni frá Lazio í baráttunni um Sergio Reguilon (23), varnarmann Real Madrid. (DiMarzio)

Chelsea er tilbúið að lækka verðmiðann fyrir franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (25). Bláliðar vonast til að ná samkomulagi við AC Milan um 20 milljóna punda sölu. (Sun)

Liverpool hefur sett 20 milljóna punda verðmiða á Harry Wilson (23) en Leeds, Newcastle, Crystal Palace og Southampton hafa áhuga á honum. (Mirror)

Lyon er tilbúið að selja Bertrand Traore (24), fyrrum vængmann Chelsea, í sumar. Newcastle, Leicester, Everton og Crystal Palace hafa öll áhuga á þessum landsliðsmanni Búrkína Fasó. (Sky Sports)

Manchester City er tilbúið að selja argentínska varnarmanninn Nicolas Otamendi (32) fyrir 8 milljónir punda. (Sun)

Newcastle er að vinna slag við AC Milan og Roma um írska miðjumanninn Jeff Hendrick (28) hjá Burnley. (Guardian)

Úlfarnir eru sannfærðir um að Nuno Espirito Santo muni gera nýjan samning fyrir komandi tímabil. (90min)

Aston Villa og Crystal Palace hafa áhuga á argentínska sóknarmiðjumanninum Emiliano Buendía (23) hjá Norwich. Buendía vill spila áfram í deild þeirra bestu. (HITC)
Athugasemdir
banner
banner
banner