Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. ágúst 2020 14:45
Elvar Geir Magnússon
Smíða fótboltaborðtennisborð
Borð sem gert var fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur.
Borð sem gert var fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur.
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Tveir ungir menn úr Reykjanesbæ eru að smíða fótboltaborðtennisborð (e. teqball). Þetta eru borð sem henta einstaklega vel öllum fótboltafélögum.

„Ég og félagi minn Stefán vorum að vinna saman í Skapandi sumarstarfi hjá Reykjanesbæ í sumar. Þar fengum við hugmynd af því að búa til fótboltaborðtennisborð," segir Anton Freyr Hauks, leikmaður Keflavíkur í Lengjudeildinni.

„Ég sem knattspyrnumaður hafði alltaf viljað prufa þetta skemmtilega borð. Við fórum beint í það að skipuleggja og hanna borðið áður en við kynntum verkefnið fyrir yfirmönnum okkar."

„Þeir gáfu okkur grænt ljós og við hófumst handa. Hugmyndin var að gera teqball borð á sem ódýrastan hátt þar sem svona borð kostar mjög mikið ef þú kaupir það úti."

„Þegar við höfðum smíðað fyrsta borðið heyrðum við strax í knattspyrnudeild keflavíkur og buðum þeim upp á þessa þjónustu, Keflavík tók strax vel í þetta og keypti eitt borð."

Borðið hentar fótboltafólki vel þar sem það hjálpar til við að fá meiri tilfinningu fyrir boltanum, öðlast betri boltatækni og er þess utan skemmtileg afþreying.

Ef þú hefur frekari spurningar eða áhuga á að eignast svona borð er bent á tölvupóstfangið [email protected]

Hér má sjá myndband af því þegar borðið er notað:


Athugasemdir
banner
banner