Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 11. ágúst 2022 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Vængir Júpíters töpuðu í fallbaráttunni
Það voru ekki komnar þrjár mínútur á klukkuna þegar Gunnar Heimir kom Kópavogsstrákunum yfir.
Það voru ekki komnar þrjár mínútur á klukkuna þegar Gunnar Heimir kom Kópavogsstrákunum yfir.
Mynd: Facebooksíða Breiaðbliks

Vængir Júpíters 1 - 2 Augnablik
0-1 Gunnar Heimir Ólafsson ('3)
0-2 Gunnar Heimir Ólafsson (‘11)
1-2 Jónas Breki Svavarsson ('29)


Vængir Júpíters misstu í kvöld af tækifæri til að fjarlægjast fallsvæði 3. deildar þegar Augnablik kom í heimsókn.

Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu af krafti og voru komnir með tveggja marka forystu snemma leiks. Gunnar Heimir Ólafsson gerði fyrsta markið og stuttu seinna bætti hann öðru marki við og kom Augnablik í tveggja marka forystu.

Jónas Breki Svavarsson minnkaði muninn fyrir Vængi Júpíters á 29. mínútu en ekki tókst heimamönnum að jafna leikinn þrátt fyrir að hafa mikinn tíma.

Lokatölur 1-2 fyrir Augnablik sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Vængir Júpíters eru aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu, með 13 stig eftir 15 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner