„Fúll að hafa tapað leiknum en þetta var bara þannig leikur, manni grunaði það að fyrsta markið myndi skipta rosalega miklu máli þannig ég er í rauninni svekktur með úrslitin en þau eru þannig séð sanngjörn, jafntefli hefði verið sanngjart og það hefði líka verið sanngjart ef við hefðum unnið, þetta var þannig leikur." sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir tapið gegn ÍA í toppslag Lengjudeildar karla en leikurinn fór 0-1 fyrir ÍA.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 1 ÍA
„Mér fannst við úti á velli á köflum frábærir og núna er ég ekki að reyna vera jákvæður afþví að við töpuðum. Frammistaðan er það eina sem við höfum stjórn á og mér fannst við frábærir í föstum leikatriðum, vörðumst þeim alveg eins og ljón, hrikalega vel gert. Ég held að þeir hafi fengið einhver 10 horn sem komu öll eftir skyndisóknir og við vissum það alveg að þeir myndu breika á okkur og það er eina leiðin fyrir þá til þess að vinna okkur."
,Fyrir mér í stöðunni 0-0 þá eigum við að vera komnir yfir. Við vorum að skapa okkur mjög góð færi þannig þetta er bara svona blanda af smá klaufaskap hjá okkur og það fellur bara rosalega lítið með okkur og það er eiginlega bara þannig að það fellur ekkert með okkur þannig við bara höldum áfram og við þurfum bara að vera jákvæðir, duglegir og vinna lukkuna með okkur í lið það er bara eina sem hægt er að gera."
Fjölnir með þessu tapi fjarlægjast aðeins topplið Aftureldingar og eins og staðan er núna er liðið sjö stigum frá fyrsta sætinu og er liðið eins og staðan er núna á leið í umspil um laust sæti í Bestu deild karla að ári. Úlfur var spurður út í framhaldið.
„Mér lýst bara vel á það. Þessi leikur mátti ekki fara jafntefli og það varð bara annað liðið að vinna og það fellur núna í þeirra skaut og þeir eru núna þremur stigum frá Aftureldingu og þeir þurfa bara hunt them down og Afturelding þarf bara að halda þeim aftur fyrir sér og það verður spennandi að fylgjast með því."
„Við ræddum það áðan að ef við horfum raunsætt á hlutina þá erum við að fara í þetta umspil. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem þetta umspil er og ef það endar þannig sem er líklegt að við endum þar og ég tek það fram við þurfum að tryggja okkur þangað inn þá verður bara gaman að taka þátt í því og mér skilst að þessi úrslitaleikur 30.september sé á Laugardalsvelli og það eru okkar örlög að fara í þann leik og klára þetta og við ætlum að gera allt sem við getum til að enda þar og fagna þar."























