Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Allir leikmenn í belgíska hópnum heilir - Chadli klár
Icelandair
Chadli var að glíma við meiðsli en hann er klár í slaginn fyrir leikinn í kvöld.
Chadli var að glíma við meiðsli en hann er klár í slaginn fyrir leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Allir 24 leikmennirnir í belgíska hópnum eru heilir og klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta staðfesti Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, á fréttamannafundi í gær.

Nacer Chadli, kantmaður Mónakó, var fjarri góðu gamni í 4-0 sigrinum á Skotum í vináttuleik á föstudaginn en hann hefur jafnað sig af meiðslum og verður með í kvöld.

Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, var ekki valinn í hópinn vegna meiðsla og þeir Simon Mignolet, Marouane Fellaini og Christian Benteke drógu sig úr hópnum vegna meiðsla í síðustu viku.

Þrátt fyrir að þeir fjórir séu fjarverandi eru samtals sjö leikmenn í belgíska hópnum úr ensku úrvalsdeildinni

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi

Markverðir
Thibaut Courtois - Real Madrid
Matz Sels - Strasbourg
Koen Casteels - Wolfsburg

Varnarmenn
Toby Alderweireld - Tottenham Hotspur
Thomas Vermaelen - Barcelona
Vincent Kompany - Manchester City
Jan Vertonghen - Tottenham Hotspur
Thomas Meunier - Paris Saint-Germain
Timothy Castagne - Atalanta
Dedryck Boyata - Celtic
Leander Dendoncker - Wolves

Miðjumenn
Axel Witsel - Borussia Dortmund
Hans Vanaken - Club Brugge
Birger Verstraete - Gent
Yannick Carrasco - Dalian Yifang
Youri Tielemans - Mónakó
Mousa Dembélé - Tottenham Hotspur
Nacer Chadli - Mónakó

Framherjar
Romelu Lukaku - Manchester United
Eden Hazard - Chelsea
Dries Mertens - Napoli
Thorgan Hazard - Gladbach
Michy Batshuayi - Valencia
Leandro Trossard - Genk
Athugasemdir
banner