Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. september 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Allt undir í Eyjum
ÍBV getur tryggt áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni
ÍBV getur tryggt áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir eru í íslenska boltanum í dag en ÍBV og HK/Víkingur eigast við í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna.

ÍBV getur með sigri fellt HK/Víking niður í Inkasso-deildina en þessi leikur er afar þýðingarmikill fyrir þrjú lið. ÍBV er í 8. sæti með 12 stig en Keflavík er með 10 stig í 9. sæti og HK/Víkingur í neðsta sæti með 7 stig.

Keflavík verður að treysta á HK/Víking í dag en þessi tvö lið mætast einmitt í 17. umferðinni. Keflavík á þó erfiða lokaumferð er liðið mætir Val.

Undanúrslitin í úrslitakeppni 4. deildar klárast þá í kvöld. Hvíti Riddarinn vann Elliða 2-1 í fyrri leiknum á meðan Ægir og Kormákur/Hvöt gerðu 1-1 jafntefli.

Leikir dagsins:

Pepsi-Max deild kvenna
17:15 ÍBV-HK/Víkingur (Hásteinsvöllur)

4. deild karla úrslitakeppni - 4. deild karla
17:00 Ægir-Kormákur/Hvöt (Þorlákshafnarvöllur)
19:00 Elliði-Hvíti riddarinn (Würth völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner