Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 11. september 2019 23:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Tókum ákveðna sénsa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var örugglega gaman að horfa á þennan leik. Þetta var fjörugur leikur og fullt af færum. Mér fannst við bara spila hann ágætlega. Við fáum á okkur klaufaleg mörk en mér fannst sterkt að koma til baka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Leikurinn var opinn og skemmtilegur og spilaðist í takt við það sem þjálfarateymi Blika hafði átt von á fyrirfram.

„Þær hafa spilað svona í þeim leikjum sem við höfum skoðað með þeim. Þær eru hátt uppi með vængbakverðina og sækja á rosalega mörgum mönnum. Við það að lenda undir þá bjóst maður við því að þær myndu kannski falla til baka og verða aðeins agaðri og skipulagðari en sem betur fer er það ekki til í orðabókinni hjá þeim. Það var bara jákvætt.“

Það komu upp atvik í leiknum þar sem varnarleikur Blika var ekki sannfærandi og mörkin tvö sem Sparta Prag skoraði voru afskaplega klaufaleg af hálfu Breiðabliks. Steini vill ekki meina að það sé sérstakt áhyggjuefni.

„Það koma leikir þar sem þú færð á þig mörk og það er partur af þessu. Þær spila náttúrulega með margar inn í teig og sækja á mörgum mönnum. Á móti kemur að við fengum mjög góða sénsa til að skapa dauðafæri og við fengum færi. Við bjuggumst alveg við þeim svolítið opnum og tókum ákveðna sénsa líka.“

Seinni viðureign liðanna verður spiluð í Prag eftir tvær vikur og Steini trúir því að með öguðum leik geti Blikar komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þær þurfa náttúrulega að vinna og það er kostur. Ég held að þær mæti bara í þann leik nákvæmlega eins og þennan. Þær muni sækja hátt upp og sækja á mörgum mönnum. Það gefur okkur séns á að skora úti líka. Ef við spilum agaðan leik og skipulagðan þá refsum við þeim úti. Ég er alveg sannfærður um það.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner