Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 11. september 2019 23:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Tókum ákveðna sénsa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var örugglega gaman að horfa á þennan leik. Þetta var fjörugur leikur og fullt af færum. Mér fannst við bara spila hann ágætlega. Við fáum á okkur klaufaleg mörk en mér fannst sterkt að koma til baka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Leikurinn var opinn og skemmtilegur og spilaðist í takt við það sem þjálfarateymi Blika hafði átt von á fyrirfram.

„Þær hafa spilað svona í þeim leikjum sem við höfum skoðað með þeim. Þær eru hátt uppi með vængbakverðina og sækja á rosalega mörgum mönnum. Við það að lenda undir þá bjóst maður við því að þær myndu kannski falla til baka og verða aðeins agaðri og skipulagðari en sem betur fer er það ekki til í orðabókinni hjá þeim. Það var bara jákvætt.“

Það komu upp atvik í leiknum þar sem varnarleikur Blika var ekki sannfærandi og mörkin tvö sem Sparta Prag skoraði voru afskaplega klaufaleg af hálfu Breiðabliks. Steini vill ekki meina að það sé sérstakt áhyggjuefni.

„Það koma leikir þar sem þú færð á þig mörk og það er partur af þessu. Þær spila náttúrulega með margar inn í teig og sækja á mörgum mönnum. Á móti kemur að við fengum mjög góða sénsa til að skapa dauðafæri og við fengum færi. Við bjuggumst alveg við þeim svolítið opnum og tókum ákveðna sénsa líka.“

Seinni viðureign liðanna verður spiluð í Prag eftir tvær vikur og Steini trúir því að með öguðum leik geti Blikar komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þær þurfa náttúrulega að vinna og það er kostur. Ég held að þær mæti bara í þann leik nákvæmlega eins og þennan. Þær muni sækja hátt upp og sækja á mörgum mönnum. Það gefur okkur séns á að skora úti líka. Ef við spilum agaðan leik og skipulagðan þá refsum við þeim úti. Ég er alveg sannfærður um það.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner