Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 11. september 2019 23:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Tókum ákveðna sénsa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var örugglega gaman að horfa á þennan leik. Þetta var fjörugur leikur og fullt af færum. Mér fannst við bara spila hann ágætlega. Við fáum á okkur klaufaleg mörk en mér fannst sterkt að koma til baka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Leikurinn var opinn og skemmtilegur og spilaðist í takt við það sem þjálfarateymi Blika hafði átt von á fyrirfram.

„Þær hafa spilað svona í þeim leikjum sem við höfum skoðað með þeim. Þær eru hátt uppi með vængbakverðina og sækja á rosalega mörgum mönnum. Við það að lenda undir þá bjóst maður við því að þær myndu kannski falla til baka og verða aðeins agaðri og skipulagðari en sem betur fer er það ekki til í orðabókinni hjá þeim. Það var bara jákvætt.“

Það komu upp atvik í leiknum þar sem varnarleikur Blika var ekki sannfærandi og mörkin tvö sem Sparta Prag skoraði voru afskaplega klaufaleg af hálfu Breiðabliks. Steini vill ekki meina að það sé sérstakt áhyggjuefni.

„Það koma leikir þar sem þú færð á þig mörk og það er partur af þessu. Þær spila náttúrulega með margar inn í teig og sækja á mörgum mönnum. Á móti kemur að við fengum mjög góða sénsa til að skapa dauðafæri og við fengum færi. Við bjuggumst alveg við þeim svolítið opnum og tókum ákveðna sénsa líka.“

Seinni viðureign liðanna verður spiluð í Prag eftir tvær vikur og Steini trúir því að með öguðum leik geti Blikar komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þær þurfa náttúrulega að vinna og það er kostur. Ég held að þær mæti bara í þann leik nákvæmlega eins og þennan. Þær muni sækja hátt upp og sækja á mörgum mönnum. Það gefur okkur séns á að skora úti líka. Ef við spilum agaðan leik og skipulagðan þá refsum við þeim úti. Ég er alveg sannfærður um það.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner