Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 11. september 2019 23:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Tókum ákveðna sénsa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var örugglega gaman að horfa á þennan leik. Þetta var fjörugur leikur og fullt af færum. Mér fannst við bara spila hann ágætlega. Við fáum á okkur klaufaleg mörk en mér fannst sterkt að koma til baka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Leikurinn var opinn og skemmtilegur og spilaðist í takt við það sem þjálfarateymi Blika hafði átt von á fyrirfram.

„Þær hafa spilað svona í þeim leikjum sem við höfum skoðað með þeim. Þær eru hátt uppi með vængbakverðina og sækja á rosalega mörgum mönnum. Við það að lenda undir þá bjóst maður við því að þær myndu kannski falla til baka og verða aðeins agaðri og skipulagðari en sem betur fer er það ekki til í orðabókinni hjá þeim. Það var bara jákvætt.“

Það komu upp atvik í leiknum þar sem varnarleikur Blika var ekki sannfærandi og mörkin tvö sem Sparta Prag skoraði voru afskaplega klaufaleg af hálfu Breiðabliks. Steini vill ekki meina að það sé sérstakt áhyggjuefni.

„Það koma leikir þar sem þú færð á þig mörk og það er partur af þessu. Þær spila náttúrulega með margar inn í teig og sækja á mörgum mönnum. Á móti kemur að við fengum mjög góða sénsa til að skapa dauðafæri og við fengum færi. Við bjuggumst alveg við þeim svolítið opnum og tókum ákveðna sénsa líka.“

Seinni viðureign liðanna verður spiluð í Prag eftir tvær vikur og Steini trúir því að með öguðum leik geti Blikar komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þær þurfa náttúrulega að vinna og það er kostur. Ég held að þær mæti bara í þann leik nákvæmlega eins og þennan. Þær muni sækja hátt upp og sækja á mörgum mönnum. Það gefur okkur séns á að skora úti líka. Ef við spilum agaðan leik og skipulagðan þá refsum við þeim úti. Ég er alveg sannfærður um það.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner