Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Arsenal breytir starfsheiti Arteta
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur tilkynnt að starfsheiti Mikel Arteta hafi verið breytt úr yfirþjálfari í knattspyrnustjóri.

Eftir að Arsene Wenger hætti sem knattspyrnustjóri árið 2018 ákvað Arsenal að ráða Unai Emery sem yfirþjálfara á meðan aðrir aðilar innan félagsins höfðu ýmislegt að segja með félagaskipti og fleira.

Arsenal hefur nú aftur breytt starfsheitinu í knattspyrnustjóri og Arteta verður kallaður það héðan í frá.

Ákvörðinin er tekin eftir að Raul Sanllehi var látinn fara sem yfirmaður fótboltamála í sumar.

Endurskipulagning hjá Arsenal þýðir að Vinai Venkatesham er orðinn framkvæmdastjóri hjá félaginu en Arteta mun starfa náið með honum og Edu, sem er tæknilegur ráðgjafi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner