Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 11. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Arsenal breytir starfsheiti Arteta
Arsenal hefur tilkynnt að starfsheiti Mikel Arteta hafi verið breytt úr yfirþjálfari í knattspyrnustjóri.

Eftir að Arsene Wenger hætti sem knattspyrnustjóri árið 2018 ákvað Arsenal að ráða Unai Emery sem yfirþjálfara á meðan aðrir aðilar innan félagsins höfðu ýmislegt að segja með félagaskipti og fleira.

Arsenal hefur nú aftur breytt starfsheitinu í knattspyrnustjóri og Arteta verður kallaður það héðan í frá.

Ákvörðinin er tekin eftir að Raul Sanllehi var látinn fara sem yfirmaður fótboltamála í sumar.

Endurskipulagning hjá Arsenal þýðir að Vinai Venkatesham er orðinn framkvæmdastjóri hjá félaginu en Arteta mun starfa náið með honum og Edu, sem er tæknilegur ráðgjafi.
Athugasemdir
banner