Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. september 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
„Í fyrsta leik er pressa á Liverpool"
Englandsmeistararnir hefja titilvörnina á morgun.
Englandsmeistararnir hefja titilvörnina á morgun.
Mynd: Getty Images
„Það er erfitt að verja titil. Það verður mikil pressa á Liverpool. Í fyrsta leik er pressa á Liverpool," sagði Magnús Þór Jónsson á kop.is í hlaðvarpsþættinum enski boltinn á Fótbolta.net í gær.

Englandsmeistarar Liverpool hefja titilvörn sína gegn nýliðum Leeds á morgun en í hlaðvarpinu var rætt um tímabilið framundan hjá Liverpool. Meðal annars var rætt um rólegan félagaskiptamarkað hjá Liverpool en félagið hefur bara keypt vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas í sumar.

„Ég treysti fyrstu ellefu og við getum róterað á miðjunni en í vörninni og framlínunni er bilið mjög mikið. Ef við vissum Van Dijk í meiðsli eða Firmino þá hef ég ákveðnar áhyggjur af því," sagði Magnús Þór.

„Maður hefur mestar áhyggjur af því að Liverpool standi í stað á meðan hin liðin eru sannarlega að styrkja sig. Chelsea er að styrkja sig fáránlega mikið og eiga að vera í titilbaráttu hvort sem það er núna eða næst. United gæti bætt við sig Sancho og hafa fengið Donny van de Beek. Auðvitað eiga þeir meira í land miðað við stigasöfnun síðustu ár en maður vill sjá Liverpool styrkja sig áfram," sagði Einar Matthías Kristjánsson.

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild.
Enski boltinn - Nær Liverpool að verja titilinn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner