Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 11. september 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Warnock hætti við að semja við Sanogo
Middlesbrough hefur hætt við að semja við framherjann Yaya Sanogo fyrir tímabilið í Championship deildinni.

Sanogo er án félags eftir að samningur hans hjá franska félaginu Toulouse rann út.

Neil Warnock, stjóri Boro, vildi semja við Sanogo en hætti við þar sem áhyggjur eru yfir formi leikmannsins eftir læknisskoðun sem hann fór í.

Hinn 27 ára gamli Sanogo var hjá Arsenal frá 2013 til 2017 en náði ekki að festa sig í sessi þar. Undanfarin þrjú ár hefur hann spilað með Toulouse.
Athugasemdir
banner