sun 11. september 2022 09:57
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona mun reyna við Bernardo í janúar - Chelsea vill fá fótboltaráðgjafa PSG
Powerade
Bernardo Silva til Spánar í janúar?
Bernardo Silva til Spánar í janúar?
Mynd: EPA
Chelsea vill ráða Luis Campos sem yfirmann íþróttamála
Chelsea vill ráða Luis Campos sem yfirmann íþróttamála
Mynd: Yahoo
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum annars ágæta sunnudegi en Chelsea er með plön um að ræna Luis Campos frá Paris Saint-Germain.

Barcelona mun halda áfram að eltast við Bernardo Silva (28), leikmann Manchester City, í janúar eftir að spænska deildin hækkaði launaþakið um 490 milljónir punda. (Sport)

Manchester United gat keypt bandaríska hægri bakvörðinn Sergino Dest (21) frá Barcelona í sumar en ágreiningur í stjórn United varð til þess að félagið hætti við kaupin. (Athletic)

Paris Saint-Germain mun greiða 90 prósent af launum Mauro Icardi (29) á meðan hann er á láni hjá tyrkneska félaginu Galatasaray. (RMC)

Raphinha (25) segir að hann hafi hafnað Chelsea og gengið til liðs við Barcelona þar sem hann vildi feta í fótspor átrúnargoðsins, Ronaldinho. (La Vanguardia)

Leeds Uninted mun ekki reyna við Bamba Dieng (22), framherja Marseille í janúar, en félagið reyndi að fá hann undir lok gluggans. (Express Online)

Javier Tebas, forseti La Liga, hefur gagnrýnt Paris Saint-Germain og Kylian Mbappe eftir að franski framherjinn hafnaði tækifærinu á að ganga í raðir Real Madrid í sumar. (Mirror)

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, gæti framlengt samning sinn við félagið en það er hæstánægt með áhrif hans síðan hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum. (Marca)

West Ham er að undirbúa 12 milljón punda tilboð í John Egan (29), varnarmann Sheffield United. (Sun)


Wolves mun leggja fram tilboð í argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (21) en hann er á mála hjá Benfica. Portúgalska félagið hafði betur gegn Wolves í baráttunni um leikmanninn í sumar. (Sun)

Chelsea hefur mikinn áhuga á því að fá Luis Campos, fótboltaráðgjafa Paris Saint-Germain, en félagið vill ráða hann í stöðu yfirmanns íþróttamála. (Times)

Newcastle er að undirbúa 2,5 milljóna punda tilboð í Chris Rigga (15), leikmann Sunderland, en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður Bretlandseyja um þessar mundir. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner