Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. september 2022 10:12
Brynjar Ingi Erluson
Sakar umboðsmann um að hafa skallað sig í miðjum viðræðum
Raul Martin Presa, forseti Rayo Vallecano
Raul Martin Presa, forseti Rayo Vallecano
Mynd: EPA
Raul Martin Presa, forseti Rayo Vallecano á Spáni, sakar umboðsmann spænska sóknarmannsins Raul de Tomas um að hafa skallað sig í miðjum viðræðum í sumar, en hann hefur nú lagt fram formlega kvörtun gegn umboðsmanninum.

Rayo vildi kaupa De Tomas frá Espanyol í sumar og fór félagið því beint í viðræður við Ivan Garcia, umboðsmann De Tomas.

Forseti Rayo heldur því nú fram að Garcia hafi skallað hann á fundi sem varð til þess að hann þurfti að fara á sjúkrahús.

„Ég bjóst engan veginn við því að vera skallaður. Þetta var verk glæpamanns og mjög svo heigulsleg árás og í raun bara ömurlegt af honum. Ef hann hefði gefið mér einhvern fyrirvara þá hefðum við bara slegist," sagði Presa við COPE.

De Tomas, sem er 27 ára gamall, var meðal annars orðaður við Manchester United í sumar, en Rayo ákvað að hætta við kaup á leikmanninum og fór það svo að hann var áfram hjá Espanyol.

Rayo sendi frá sér tilkynningu og greindi frá því að búið væri að leggja inn kvörtun til spænsku deildarinnar vegna umboðsmannsins en ekki er ljóst hvort hann verður kærður fyrir líkamsárás. Það sem meira er þá er De Tomas áfram orðaður við Rayo og gæti hann komið til félagsins í janúar en það er vonandi að viðræðurnar gangi betur þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner