Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Pickford: Ferskir vindar í enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford segir að ferskir vindar hafi blásið um landsliðið í nýliðnum glugga. England vann Írland og Finnland.

„Það voru ný andlit. Stjórinn, margir ungir leikmenn sem unnu EM U21 landsliða með honum. Þeir þekkja hugmyndafræði hans en þetta var hressandi fyrir okkur eldri leikmennina sem höfðu ekki unnið með stjóranum áður. Maður vill alltaf læra nýja hluti og þetta var góð vika," segir Pickford.

Lee Carsley er bráðabirgðaþjálfari Englands en líklegt er talið að hann fái starfið til frambúðar.

„Það verður að vera leið frá yngri landsliðunum upp í A-landsliðið, bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Minn fyrsti þjálfari hjá U21 landsliðinu var Gareth Southgate sem stýrði síðan A-liðinu í átta ár. Það er tækifæri, bæði fyrir leikmenn og þjálfara," segir Pickford.
Athugasemdir
banner
banner