Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 10:35
Brynjar Ingi Erluson
Manchester-liðin vilja Pochettino
Powerade
Mauricio Pochettino aftur til Englands?
Mauricio Pochettino aftur til Englands?
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins en Mauricio Pochettino er eftirsóttur af bæði Manchester City og Manchester United.

Mauricio Pochettino, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, er eftirsóttur af bæði Manchester City og Manchester United. (Mirror)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Man Utd, mun ekki hika við að reka Ole Gunnar Solskjær ef liðið fer ekki að ná úrslitum á næstu vikum. (Mirror)

West Ham hefur lagt fram 17 milljón punda tilboð plús bónusgreiðslur í Said Benrahma, leikmann Brentford, í ensku B-deildinni. (90 min)

Gareth Bale, sem er á láni hjá Tottenham frá Real Madrid, er lykillinn í viðræðum Tottenham við Joe Rodon, leikmann Swansea, en þeir eru liðsfélagar í velska landsliðinu. (Daily Star)

Leicester City hefur einnig áhuga á Rodon en Leicester vill fá hann í janúar eða næsta sumar. (Sun)

Liverpool er að íhuga að fá Jack Butland, markvörð Stoke City. (Mirror)

Tottenham var í viðræðum við enska framherjann Ollie Watkins í sumar. Hann hafði mikinn áhuga á að fara þangað en Daniel Levy, eigandi Tottenham, hætti við að fá hann vegna verðmiðans en Watkins gekk til liðs við Aston Villa og gerði þrennu í 7-2 sigrinum á Liverpool á dögunum. (Football Insider)

Paris Saint-Germain fékk Moise Kean á láni frá Everton á dögunum en hann var ánægður með að fara frá félaginu. Hann segir að Juventus hafi einnig sýnt honum áhuga. (Daily Mail)

Kevin De Bruyne, leikmaður Man City, segir að það sé nóg af góðum leikmönnum hjá félaginu og segist sama ef félagið ákveður að fá Lionel Messi frá Barcelona næsta sumar. (MEN)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, heldur því fram að Mesut Özil eigi nóg eftir á tankinum og geti spilað hlutverk fyrir liðið á þessu tímabili. (Goal)

Iker Casillas, fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, segir að Jose Mourinho hafi verið einn af þeim fyrstu til að hringja í hann eftir að hann fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner