Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   sun 11. október 2020 14:12
Brynjar Ingi Erluson
Úrvalsdeildin svarar: Skaðleg tillaga
Enska úrvalsdeildin segir tillöguna skaðlega
Enska úrvalsdeildin segir tillöguna skaðlega
Mynd: Getty Images
Rick Parry, stjórnarformaður EFL-deildarinnar styður tillöguna
Rick Parry, stjórnarformaður EFL-deildarinnar styður tillöguna
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir fréttir dagsins en hún telur tillögu Liverpool og Manchester United að nýrri og endurbættri deild skaðlega.

Telegraph greindi frá því í dag að Liverpool og Manchester United hafi lagt fram tillögur um að breyta fyrirkomulagi ensku úrvalsdeildarinnar.

Í tillögunni er lagt til að fækka liðum úr 20 niður í 18 og blása enska deildabikarinn og samfélagsskjöldinn af. Þá verður lögð mikil vinna í að hjálpa félögum úr neðri deildunum að glíma við fjárhagsvandamál.

Kemur þar fram að enska úrvalsdeildin greiði EFL 250 milljónir pudna til að hjálpa til við rekstur og fá félögin þá 25 prósent af tekjum úrvalsdeildarinnar.

Enska úrvalsdeildin sendi frá sér yfirlýsingu og segir þessa tillögu skaðlega fyrir fótboltann. Þá er deildin afar vonsvikin með Rick Parry, stjórnarformann EFL-deildarinnar, en hann styður tillögur Liverpool og Manchester United.

Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar

Við höfum orðið var við fréttir um tillögur að breytingu á knattspyrnunni í landinu. Enski boltinn er sú afþreying sem fær mesta áhorfið af öllum deildum þar sem strúktúrinn er líflegur og dýnamískur sem laðar að mikinn áhuga.

Til að viðhalda þeirri stöðu er mikilvægt að við vinnum saman en enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið styður víðtækar umræður um framtíð leiksins. Bæði þegar það kemur að strúktur deildarinnar, fyrirkomulagi hennar og hvernig á að fjármagna hana í ljósi ástandsins í heiminum.

Það eru margir hluthafar í fótboltanum og því ætti að vinna saman að því að virkja öll félög og hluthafa til að allir eigi möguleika á því að leggja sitt af mörkum. Enska úrvalsdeildin lítur á þær tillögur sem voru birtar í dag afar skaðlegar fyrir leikinn og við erum vonsvikin að sjá Rick Parry, stjórnarformann EFL-deildarinnar, koma fram og styðja þessar tillögur.

Enska úrvalsdeildin hefur lagt mikla vinnu með félögunum í deildinni og úr neðri deildunum til að finna lausn á fjárhagsvandamálum vegna Covid-19 og sú þrotlausa vinna mun halda áfram.


Sjá einnig:
Liverpool og Man Utd leggja fram tillögu að 18 liða deild
Athugasemdir
banner
banner