Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 11. október 2021 20:47
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Svalur Albert sá besti
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn endaði með 4-0 sigri. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Svona er einkunnagjöf Fótbolta.net frá leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Elías Rafn Ólafsson 6
Fínasta fyrsta snerting.

Alfons Sampsted 6
Gott skot sem bjó til seinna markið. Tók eðlilega mikinn þátt í sóknarleiknum.

Brynjar Ingi Bjarnason 6
Sá mikið um að bera upp boltann og gerði það virkilega vel. Afar kæruleyisleg hreinsun í eitt skiptið og hann fékk versðskuldað reiðilestur frá Arnari að launum.

Daníel Leó Grétarsson 6 ('31)
Pirrandi að meiðast í fyrsta keppnisleiknum. Fékk högg snemma í leiknum og þurfti svo að yfirgefa völlinn. Mæddi ekkert á Daníel varnarlega og Brynjar sá að mestu um að bera upp boltann.

Guðmundur Þórarinsson 6
Tók eins og Alfons eðlilega mikinn þátt í sóknarleik íslenska liðsins. Alls ekkert út á leik Guðmunds að setja.

Stefán Teitur Þórðarson 7
Flott frammistaða í fyrsta keppnisleiknum. Duglegur að koma sér inn á teiginn og skoraði mark eftir eitt af þeim hlaupum. Virkaði öruggur með sitt hlutverk.

Þórir Jóhann Helgason 6 ('65)
Þórir hefði alveg mátt reyna meira sjálfur í dag, aldrei vesen á miðjunni og Þórir var jafnvel áreiðnari gegn talsvert sterkari þjóðum.

Birkir Bjarnason 6
Stýrði miðjunni fyrir framan sig og virtist njóta sín vel sem djúpur miðjumaður. Aldrei vesen á fyrirliðanum í kvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson 7 ('65)
Flott stoðsending og var áræðinn í leiknunm. Það sem hægt er að setja út á er að Jón Dagur var sjálfur í fínasta séns nokkrum sinnum að taka sjálfur skotið en þá leitaði hann af sendingunni. Í eitt líkt skipti fékk Ísland víti.

Albert Guðmundsson 7 - Maður leiksins
Feykilega öruggur á punktinum, það þarf að skora úr vítunum. Var mikið í boltanum og gerði sitt vel. Leiksskilningur Alberts þegar kom að því að lesa slakar sendingar nýttist í kvöld. Fann Mikael Egil einu sinni í góðri stöðu en Mikael náði ekki að nýta sér þá stöðu. Naut sín sem aðalmaðurinn í sóknarleiknum og sérstaklega þegar leið á.

Viðar Örn Kjartansson 5 ('65)
Afskaplega svekkjandi fyrir Viðar að ná ekki að setja boltann í dag. Fékk færi, 'fiskaði' víti en var samt einhvern veginn ekki í takti eða hluti af uppbyggingu Íslands. Þegar boltinn svo kom inn á hann í teignum þá neitaði boltinn að fara inn.

Varamenn:

Hjörtur Hermansson 6 ('31)
Fínasta frammistaða en alls ekki mikið að gera. Stundum aðeins kærulaus en aldrei neitt vesen.

Sveinn Aron Guðjohnsen 7 ('65)
Gerði mjög vel þegar hann krækti í vítaspyrnu. Lagði svo upp mark fyrir bróður sinn, skemmtileg stund.

Andri Fannar Baldursson 6 ('65)
Átti að skora með sínu fyrsta skoti í leiknum. Flott sending á Svein Aron í fjórða markinu.

Mikael Egill Ellertsson 5 ('65)
Albert fann hann einu sinni í frábærri stöðu en náði ekki að taka boltann með sér.

Andri Lucas Guðjohnsen ('80)
Skoraði fjórða markið eftir sendingu frá bróður sínum en spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner