banner
   mán 11. október 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerist ekki betra í fyrsta leik - Geggjað að fá Svein Aron
Verður í markinu gegn Djurgarden
Icelandair
Hákon Rafn
Hákon Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron
Sveinn Aron
Mynd: EPA
Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með Elfsborg á dögunum og hélt hreinu gegn Gautaborg í sigri. Hákon fékk tækifærið þar sem aðalmarkvörður liðsins er í leikbanni.

Hákon gekk í raðir sænska félagsins frá Gróttu í sumar. Fótbolti.net ræddi við Hákon fyrir U21 landsliðsæfingu í dag.

„Það var frábært, fyrsti leikurinn fyrir framan svona ótrúlega marga. Þetta var nágrannaslagur á móti Gautaborg, það gerist ekki betra. Ég mun spila næsta leik, verður líklega aðeins meira að gera á móti Djurgarden. Maður er spenntur fyrir því," sagði Hákon.

„Fyrstu mánuðirnir hafa verið frábærir, maður er að bæta sig fullt. Þetta er aðeins öðruvísi upp á margt að gera, skref upp á við og hefur gengið mjög vel."

Sveinn Aron Guðjohnsen gekk í raðir félagsins í sumar. Hvernig er að hafa Svein með sér í liði?

„Mér fannst geggjað að fá hann. Ég var nýmættur út, búinn að vera einhverjar fjórar vikur, þá var maður að venjast öllu en eftir að hann kom þá er hægt að tala íslensku í klefanum, geta gert eitthvað aðeins eftir æfingar í frítíma. Það er gott að hafa Íslending."

Eruði mikið að hittast? „Já, við erum mjög mikið saman, mikið saman á daginn og á kvöldin," sagði Hákon Rafn að lokum.

Leikur U21 liðsins gegn Portúgal hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Víkingsvellii. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Hákon Rafn: Sýnir sig best í Elíasi hvað það er stutt á milli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner