Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
„Alfreð, takk fyrir allt"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik Íslands og Wales sem nú er nýhafinn var Alfreð Finnbogason heiðraður fyrir sinn landsliðsferil.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, færði Alfreð blómvönd. Í kjölfarið klöppuðu áhorfendur á Laugardalsvelli fyrir framherjanum.

Alfreð lagði landsliðsskóna á hilluna í ágúst. Hann er fjórði markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og var hluti af liðinu sem fór bæði á EM og HM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Hans fyrsti leikur var gegn Færeyjum en hans 73. og síðasti leikur var gegn Portúgal í nóvember í fyrra. Hann skoraði 18 mörk með landsliðin.

„Alfreð, takk fyrir allt," sagði Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur á Laugardalsvelli, í lok athafnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner