Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool undirbýr líf án Trent - Kaupir United Fernandez til baka?
Powerade
Frimpong er orðaður við Liverpool.
Frimpong er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Alvaro Fernandez.
Alvaro Fernandez.
Mynd: EPA
Gyökeres til City?
Gyökeres til City?
Mynd: EPA
Chelsea hefur áhuga á Victor Osimhen, Liverpool undirbýr sig undir líf án Trent Alexander-Arnold og Man Utd íhugar að kaupa Alvaro Fernandez til baka. Þetta og fleira í Powerade-pakkanum sem tekinn er saman af BBC.



Galatasaray er ekki með nein plön um að kaupa Victor Osimhen (25) frá Napoli en hann er á láni hjá tyrkneska félaginu. Chelsea hefur áfram áhuga. (Teamtalk)

Mauro Meluso, yfirmaður hjá Napoli, hefur staðfest að Osimhen sé frjálst að fara frá félaginu fyrir rétta upphæð. (Metro)

Liverpool horfir í Jeremie Frimpong (23) hjá Leverkusen, Vanderson (23) hjá Mónakó og Michael Kayode (20) hjá Fiorentina sem kosti ef Trent Alexander-Arnold yfirgefur félagið. (Caught Offside)

Viðræður Liverpool við Trent miðar áfram. (Football Insider)

Jorginho (32) er að einbeita sér að framtíð sinni hjá Arsenal þrátt fyrir að vera orðaður við Sádi-Arabíu. (Caught Offside)

Man Utd er að melta hvort félagið eigi að nýta sér endurkaupsréttinn á Alvaro Fernandez (21) hjá Benfica. Fernandez er 21 árs bakvörður. (O Jogo)

Thomas Tuchel var nafnið sem ráðamenn hjá Man Utd ræddu hvað mest sem kost til að taka við af Erik ten Hag á fundi sínum í vikunni. (Independent)

Manchester City gæti reynt við Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting ef Barcelona nær að lokka Erling Haaland í burtu frá Etihad. (Football 365)

Newcastle leiðir í baráttunni um Antoine Semenyo (24) hjá Bournemouth. Fleiri úrvalsdeildarfélög hafa áhuga. (Teamtalk)

Liverpool vill ekkert frekar en að ganga frá samkomulagi við Virgil van Dijk (33) um nýjan samning en miklar vangaveltur um hans framtíð. (Football Insider)

Loic Bade (24) hjá Sevilla og Goncalo Inacio (23) hjá Sporting eru sagðir kostir sem Liverpool íhugar ef það þarf að sækja miðvörð. (Caught Offside)

Wolves skoðar að fá Jimmy Thelin, stjóra Aberdeen, til sín ef ákveðið verður að reka Gary O'Neil. (Sun)

West Ham hefur hafið viðræður við markvörðinn Fin Herrick (18) um nýjan samning. (Football Insider)

Torino gæti reynt að fá Giovanni Simeone (29) frá Napoli eftir að Duvan Zapata (33) meiddist á hné. (Tuttosport)

Cheikhou Kouyate (34) er á lista hjá Leeds yfir leikmenn sem hægt er að fá á frjálsri sölu. (Yorkshire Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner