Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 11. október 2024 22:09
Sölvi Haraldsson
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Icelandair
Valgeir í baráttunni í dag.
Valgeir í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég held að ég met þetta bara sem gott stig. Við lendum 2-0 undir í fyrri hálfleik og að koma til baka á móti svona sterku liði sýnir líka karakter í okkur. Það sýnir líka að við þurfum að byrja leiki betur og vera einbeittari. Auðvitað viljum við taka öll þrjú stig hérna á heimavelli en horfandi til baka er þetta held ég bara fínt stig fyrir okkur.“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir 2-2 jafntefli við Wales í kvöld.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Hvað hefur Valgeir að segja um mörkin sem við fáum á okkur?

Ég á eftir að sjá þetta aftur en við þurfum líklega bara að vera meira vakandi baka til. Ég átti líka eitt hlaup bak við mig sem þeir fengu gott færi úr. Við þurfum að vera einbeittari á móti svona sterkum einstaklingum. Hægri kantmaðurinn þeirra er í Tottenham og þeir kunna öll brögð. Við þurfum að vera meira vakandi.

Valgeir talar um að það sýni karakter í liðinu að koma til baka en lítur mögulega á þetta sem tvö töpuð stig.

Það sýnir sterkan karakter í liðinu að lenda 2-0 undir og koma til baka. Þeir björguðu líka á línu í fyrri hálfleik og svona. Það er hægt að meta þetta á hvoru tveggja. En já mögulega tvö töpuð stig.

Logi Tómasson kom inn á og átti mjög góða innkomu af bekknum.

Það sýnir hversu breiðan hóp við erum með. Ef einn maður er ekki vakandi þá kemur annar í staðinn. Logi stóð sig sannarlega vel í dag, flott innkoma hjá honum.

Hvernig fannst Valgeiri að spila í dag á Laugardalsvelli og í þessum kulda.

Auðvitað er aldrei þægilegt að spila í frostmarki. Þeir eru líka að spila á þessu. Bara tvö góð lið að spila á sama velli. Þetta voru ekkert toppaðstæður í kvöld en við gerðum vel að koma til baka.

Viðtalið við Valgeir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner