Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 11. október 2024 22:09
Sölvi Haraldsson
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Icelandair
Valgeir í baráttunni í dag.
Valgeir í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég held að ég met þetta bara sem gott stig. Við lendum 2-0 undir í fyrri hálfleik og að koma til baka á móti svona sterku liði sýnir líka karakter í okkur. Það sýnir líka að við þurfum að byrja leiki betur og vera einbeittari. Auðvitað viljum við taka öll þrjú stig hérna á heimavelli en horfandi til baka er þetta held ég bara fínt stig fyrir okkur.“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir 2-2 jafntefli við Wales í kvöld.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Hvað hefur Valgeir að segja um mörkin sem við fáum á okkur?

Ég á eftir að sjá þetta aftur en við þurfum líklega bara að vera meira vakandi baka til. Ég átti líka eitt hlaup bak við mig sem þeir fengu gott færi úr. Við þurfum að vera einbeittari á móti svona sterkum einstaklingum. Hægri kantmaðurinn þeirra er í Tottenham og þeir kunna öll brögð. Við þurfum að vera meira vakandi.

Valgeir talar um að það sýni karakter í liðinu að koma til baka en lítur mögulega á þetta sem tvö töpuð stig.

Það sýnir sterkan karakter í liðinu að lenda 2-0 undir og koma til baka. Þeir björguðu líka á línu í fyrri hálfleik og svona. Það er hægt að meta þetta á hvoru tveggja. En já mögulega tvö töpuð stig.

Logi Tómasson kom inn á og átti mjög góða innkomu af bekknum.

Það sýnir hversu breiðan hóp við erum með. Ef einn maður er ekki vakandi þá kemur annar í staðinn. Logi stóð sig sannarlega vel í dag, flott innkoma hjá honum.

Hvernig fannst Valgeiri að spila í dag á Laugardalsvelli og í þessum kulda.

Auðvitað er aldrei þægilegt að spila í frostmarki. Þeir eru líka að spila á þessu. Bara tvö góð lið að spila á sama velli. Þetta voru ekkert toppaðstæður í kvöld en við gerðum vel að koma til baka.

Viðtalið við Valgeir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner