Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 11. október 2024 22:09
Sölvi Haraldsson
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Icelandair
Valgeir í baráttunni í dag.
Valgeir í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég held að ég met þetta bara sem gott stig. Við lendum 2-0 undir í fyrri hálfleik og að koma til baka á móti svona sterku liði sýnir líka karakter í okkur. Það sýnir líka að við þurfum að byrja leiki betur og vera einbeittari. Auðvitað viljum við taka öll þrjú stig hérna á heimavelli en horfandi til baka er þetta held ég bara fínt stig fyrir okkur.“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir 2-2 jafntefli við Wales í kvöld.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Hvað hefur Valgeir að segja um mörkin sem við fáum á okkur?

Ég á eftir að sjá þetta aftur en við þurfum líklega bara að vera meira vakandi baka til. Ég átti líka eitt hlaup bak við mig sem þeir fengu gott færi úr. Við þurfum að vera einbeittari á móti svona sterkum einstaklingum. Hægri kantmaðurinn þeirra er í Tottenham og þeir kunna öll brögð. Við þurfum að vera meira vakandi.

Valgeir talar um að það sýni karakter í liðinu að koma til baka en lítur mögulega á þetta sem tvö töpuð stig.

Það sýnir sterkan karakter í liðinu að lenda 2-0 undir og koma til baka. Þeir björguðu líka á línu í fyrri hálfleik og svona. Það er hægt að meta þetta á hvoru tveggja. En já mögulega tvö töpuð stig.

Logi Tómasson kom inn á og átti mjög góða innkomu af bekknum.

Það sýnir hversu breiðan hóp við erum með. Ef einn maður er ekki vakandi þá kemur annar í staðinn. Logi stóð sig sannarlega vel í dag, flott innkoma hjá honum.

Hvernig fannst Valgeiri að spila í dag á Laugardalsvelli og í þessum kulda.

Auðvitað er aldrei þægilegt að spila í frostmarki. Þeir eru líka að spila á þessu. Bara tvö góð lið að spila á sama velli. Þetta voru ekkert toppaðstæður í kvöld en við gerðum vel að koma til baka.

Viðtalið við Valgeir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner