Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 11. nóvember 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs aðstoðarþjálfari hjá Víkingi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Bergmann Gunnlaugsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Víkingi R.

Bjarni Guðjónsson var aðstoðarþjálfari Víkings á nýliðnu tímabili en hann hætti á dögunum til að taka við sama starfi hjá KR.

Það er einmitt starfið sem Arnar var í á síðasta tímabili en hann tók við sem aðstoðarþjálfari KR í júní 2016.

Arnar mun nú vera aðstoðarmaður Loga Ólafssonar hjá Víkingi næsta sumar.

Arnar spilaði lengi erlendis og þá spilaði hann 32 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið með Fram í Pepsi-deildinni 2011.

Hinn 44 ára gamli Arnar var einnig spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu ÍA á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner