Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 11. nóvember 2019 19:00
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn stefnir á að slá markametið í Istanbúl
Fékk hamingjuóskir frá Eið Smára
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands á æfingu í Belek fyrir utan Antalya í dag.
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands á æfingu í Belek fyrir utan Antalya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga. Hann stefnir á að slá metið á fimmtudaginn gegn Tyrkjum í Istanbúl.

Þá segist Kolbeinn hafa fengið hamingjuóskir frá Eiði eftir að hafa jafnað metið.

„Það er stefnan! Ég fer í hvern einasta leik með það markmið að skora. Eiður sendi mér línu eftir að ég jafnaði metið og óskaði mér til hamingju," sagði Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Kolbeinn er búinn að skora 26 mörk í 54 landsleikjum.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

„Líkurnar eru ekki með okkur en við þurfum að taka þessa tvo leiki sem eftir eru til að auka möguleikana. Við ætlum okkur að vinna þá," segir Kolbeinn.

Leikið verður á heimavelli Galatasaray sem er háværasti leikvangur heims samkvæmt heimsmetabók Guinness.

„Þetta er geggjað umhverfi fyrir fótbolta og Tyrkir eru einir bestu stuðningsmenn í heimi. Það verða mikil læti en okkur líður vel í stemningu."

Sjá einnig:
Kolbeinn besti leikmaður Íslands í undankeppninni
Athugasemdir
banner