Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 11. nóvember 2019 19:00
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn stefnir á að slá markametið í Istanbúl
Fékk hamingjuóskir frá Eið Smára
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands á æfingu í Belek fyrir utan Antalya í dag.
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands á æfingu í Belek fyrir utan Antalya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga. Hann stefnir á að slá metið á fimmtudaginn gegn Tyrkjum í Istanbúl.

Þá segist Kolbeinn hafa fengið hamingjuóskir frá Eiði eftir að hafa jafnað metið.

„Það er stefnan! Ég fer í hvern einasta leik með það markmið að skora. Eiður sendi mér línu eftir að ég jafnaði metið og óskaði mér til hamingju," sagði Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Kolbeinn er búinn að skora 26 mörk í 54 landsleikjum.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

„Líkurnar eru ekki með okkur en við þurfum að taka þessa tvo leiki sem eftir eru til að auka möguleikana. Við ætlum okkur að vinna þá," segir Kolbeinn.

Leikið verður á heimavelli Galatasaray sem er háværasti leikvangur heims samkvæmt heimsmetabók Guinness.

„Þetta er geggjað umhverfi fyrir fótbolta og Tyrkir eru einir bestu stuðningsmenn í heimi. Það verða mikil læti en okkur líður vel í stemningu."

Sjá einnig:
Kolbeinn besti leikmaður Íslands í undankeppninni
Athugasemdir
banner