Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. nóvember 2020 12:00
Fótbolti.net
Hvernig fer leikurinn gegn Ungverjum? - Álitsgjafar spá
Icelandair
Hvernig fer í Búdapest?
Hvernig fer í Búdapest?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mate Dalmay spáir ungverskum sigri.
Mate Dalmay spáir ungverskum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV.
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudagskvöld klukkan 19:45 verður leikur Íslands og Ungverjalands í umspili EM. Um er að ræða hreinan úrslitaleik og verður leikið til þrautar.

Álitsgjafar Fótbolta.net eru bjartsýnir á íslenskan sigur.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net:
Ég sá landsliðið gera grátlegt 1-1 jafntefli við Ungverjaland á
Stade Vélodrome í Marseille árið 2016 eftir sjálfsmark á lokamínútunum. Vonandi verður landinn hressari eftir leikinn á morgun. Svekkjandi að minn maður Arnór Ingvi sitji eftir í Malmö og horfi á leikinn í sjónvarpinu. Fyrir utan Arnór þá eru allir okkar bestu leikmenn klárir, líklegt er að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Ungverjum árið 2016 byrji í Búdapest á morgun. Þetta verður hörku leikur sem við vinnum 2-1 með frábæri liðsheild þar sem Gylfi Þór og Kári Árna verða á skotskónum.

Maté Dalmay, auglýsingastjóri Fótbolta.net og Ungverji:
Heimasigur 3-1. 'End of an era' leikur Íslands.

Gunnar Birgisson, Innkastinu:
Það verður auðvitað mikið högg fyrir sálina (hans Jóns míns) þegar 'Maté Dalmay army' kemst 1-0 yfir eftir fimm mínútna leik. Partýið verður þó í styttri kantinum hjá körfuboltaþjálfaranum geðþekka því Ísland skorar tvö mörk á næsta korterinu og þá hefst mikil skák. Þar er Ísland ofarlega á FIDE listanum og vinnur varnarsigur í seinni hálfleik. Ísland á EM, bæng.

Bjarni Þór Viðarsson, Síminn Sport:
Ungverjar 0-1 Ísland. Skorum snemma úr skyndisókn sem fer upp hægri vænginn. Verðum lítið með boltann en hungrið og þjóðarstoltið að bera nýja þetta skjaldarmerki fleytir okkur yfir erfiðasta partinn í seinni hálfleik!

Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks:
Ungverjaland 1-2 Ísland. Þetta verður erfiður leikur en Íslendingar eru vanir því að vera í þessari stöðu og klára þetta 1-2. Ég ætla segja að Hörður Björgvin komi okkur í 0-1 og Aron Einar klárar þetta á 89. mínútu. Takk og bless!

Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Búdapest:
1-2. Við fáum íslenskan sigur.

Hannes Þ. Sigurðsson, sérfræðingur Fótbolta.net í Búdapest:
0-1. Ræðst á einu marki.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV:
Ég vona að þetta fari 2-1 fyrir Ísland. Ég er enn að jafna mig eftir ungverska áhorfendur á leiknum á EM 2016 í Marseille. Það var svekkjandi 1-1 jafntefli þar. Nú vinnum við og förum á EM og hreiðrum svo um okkur í Búdapest næsta sumar. Fínt að það verði líka "jafn margir" áhorfendur frá báðum liðum á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson, Innkastinu:
1-0 okkur í vil. Gylfi Sigurðsson skorar úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Alfreð Finnbogason fiskar. Ungverjar munu ekki komast í gegnum varnarmúr Íslands og okkar geggjaða lið fer því á þriðja stórmótið í röð.

Hilmar Jökull, Tólfunni:
Ég er viss um að strákarnir okkar muni klára þetta verkefni eins og önnur sem skipta máli fyrir land og þjóð. 2-1 fyrir Íslandi eftir framlengdan leik. Gylfi og Alfreð skora okkar mörk en Dominik Szobozlai skorar mark Ungverja. Áfram til Evrópu!
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner