Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 11. nóvember 2020 12:00
Fótbolti.net
Hvernig fer leikurinn gegn Ungverjum? - Álitsgjafar spá
Icelandair
Hvernig fer í Búdapest?
Hvernig fer í Búdapest?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mate Dalmay spáir ungverskum sigri.
Mate Dalmay spáir ungverskum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV.
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudagskvöld klukkan 19:45 verður leikur Íslands og Ungverjalands í umspili EM. Um er að ræða hreinan úrslitaleik og verður leikið til þrautar.

Álitsgjafar Fótbolta.net eru bjartsýnir á íslenskan sigur.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net:
Ég sá landsliðið gera grátlegt 1-1 jafntefli við Ungverjaland á
Stade Vélodrome í Marseille árið 2016 eftir sjálfsmark á lokamínútunum. Vonandi verður landinn hressari eftir leikinn á morgun. Svekkjandi að minn maður Arnór Ingvi sitji eftir í Malmö og horfi á leikinn í sjónvarpinu. Fyrir utan Arnór þá eru allir okkar bestu leikmenn klárir, líklegt er að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Ungverjum árið 2016 byrji í Búdapest á morgun. Þetta verður hörku leikur sem við vinnum 2-1 með frábæri liðsheild þar sem Gylfi Þór og Kári Árna verða á skotskónum.

Maté Dalmay, auglýsingastjóri Fótbolta.net og Ungverji:
Heimasigur 3-1. 'End of an era' leikur Íslands.

Gunnar Birgisson, Innkastinu:
Það verður auðvitað mikið högg fyrir sálina (hans Jóns míns) þegar 'Maté Dalmay army' kemst 1-0 yfir eftir fimm mínútna leik. Partýið verður þó í styttri kantinum hjá körfuboltaþjálfaranum geðþekka því Ísland skorar tvö mörk á næsta korterinu og þá hefst mikil skák. Þar er Ísland ofarlega á FIDE listanum og vinnur varnarsigur í seinni hálfleik. Ísland á EM, bæng.

Bjarni Þór Viðarsson, Síminn Sport:
Ungverjar 0-1 Ísland. Skorum snemma úr skyndisókn sem fer upp hægri vænginn. Verðum lítið með boltann en hungrið og þjóðarstoltið að bera nýja þetta skjaldarmerki fleytir okkur yfir erfiðasta partinn í seinni hálfleik!

Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks:
Ungverjaland 1-2 Ísland. Þetta verður erfiður leikur en Íslendingar eru vanir því að vera í þessari stöðu og klára þetta 1-2. Ég ætla segja að Hörður Björgvin komi okkur í 0-1 og Aron Einar klárar þetta á 89. mínútu. Takk og bless!

Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Búdapest:
1-2. Við fáum íslenskan sigur.

Hannes Þ. Sigurðsson, sérfræðingur Fótbolta.net í Búdapest:
0-1. Ræðst á einu marki.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV:
Ég vona að þetta fari 2-1 fyrir Ísland. Ég er enn að jafna mig eftir ungverska áhorfendur á leiknum á EM 2016 í Marseille. Það var svekkjandi 1-1 jafntefli þar. Nú vinnum við og förum á EM og hreiðrum svo um okkur í Búdapest næsta sumar. Fínt að það verði líka "jafn margir" áhorfendur frá báðum liðum á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson, Innkastinu:
1-0 okkur í vil. Gylfi Sigurðsson skorar úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Alfreð Finnbogason fiskar. Ungverjar munu ekki komast í gegnum varnarmúr Íslands og okkar geggjaða lið fer því á þriðja stórmótið í röð.

Hilmar Jökull, Tólfunni:
Ég er viss um að strákarnir okkar muni klára þetta verkefni eins og önnur sem skipta máli fyrir land og þjóð. 2-1 fyrir Íslandi eftir framlengdan leik. Gylfi og Alfreð skora okkar mörk en Dominik Szobozlai skorar mark Ungverja. Áfram til Evrópu!
Hvernig fer Ísland - Sviss á sunnudaginn?
Athugasemdir
banner