Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. nóvember 2020 23:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo sá fjórði í 100 sigrana - Skorað 50 landsliðsmörk eftir þrítugt
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar Portúgal vann 7-0 sigur á Andorra í kvöld.

Ronaldo lék seinni hálfleikinn í kvöld og bæði skoraði og lagði upp mark.

Með markinu er Ronaldo alls kominn með 102 landsliðsmörk. Fimmtíu þeirra hafa komið eftir að hann varð þrítugur, fimmtíu leikir eru liðnir síðan.

Sigurinn í kvöld var þá 100. sigurleikur Ronaldo með landsliðinu og er hann fjórði í sögunni til að ná 100 sigurleikjum. Hinir þrír eru Spánverjar. Xavi vann slétta hundrað leiki, Iker Casillas vann 121 leik og Sergio Ramos hefur unnið 129.

Ronaldo hefur unnið 100 leiki, gert 26 jafntefli og tapað 42 á landsliðsferli sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner