Paul Pogba og Juventus eru á lokastigi viðræðna um riftun á samningi leikmannsins.
Pogba er samningsbundinn Juventus til 2026 en félagið vonast til að rifta við hann samningi sem fyrst.
Pogba er samningsbundinn Juventus til 2026 en félagið vonast til að rifta við hann samningi sem fyrst.
Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik síðasta tímabils þar sem hann var með of hátt magn af testósteróni í líkamanum og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta.
Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn,CAS, ákvað á dögunum að lækka refsingu hans niður í 18 mánuði og má hann því byrja að æfa í janúar og spila aftur í mars.
Hann er ekki í plönum Juventus og verður fljótlega frjáls ferða sinna. Það er áhugi á honum frá Evrópu, MLS-deildinni og frá Norður-Ameríku.
Athugasemdir