Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Býst ekki við að selja Gyökeres í janúar
Mynd: EPA
Frederico Vandaras, forseti Sporting CP í Portúgal, segir að sænski framherjinn Viktor Gyökeres sé ekki til sölu.

Gyökeres hefur verið að raða inn mörkunum með Sporting og er kominn með 23 mörk í 18 leikjum á tímabilinu, auk þess að gefa 4 stoðsendingar.

Hann er með 100 milljón evru söluákvæði í samningi sínum við Sporting og býst Vandaras ekki við að selja leikmanninn í janúarglugganum.

„Ég get því miður ekki lofað neinu en ég býst alls ekki við því að Viktor verði seldur í janúar.

„Það þarf eitthvað félag að greiða upp söluákvæðið í samningi hans og þá þarf leikmaðurinn sjálfur að vilja skipta um félag."


Gyökeres hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu en einna sterkast við Manchester United eftir að enska stórveldið réði Rúben Amorim til starfa frá Sporting. Talið er að hann vilji klára tímabilið með Sporting og skipta svo um félag næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner