Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Dreymir um að fá Neymar til Santos - „60 prósent líkur á að hann komi“
Mynd: Getty Images
Marcio Calves, yfirmaður fótboltamála hjá Santos, trúir því að Neymar komi aftur til félagsins á næstunni en þetta sagði hann í viðtali við Mundo Deportivo.

Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað við Satnos sem er uppalinn hjá félaginu, en það er þó góður möguleiki á að hann komi næsta sumar þegar samningur hans við Al Hilal rennur út.

Neymar hefur lítið spilað síðan hann gekk í raðir Al Hilal á síðasta ári en hann sleit krossband í byrjun síðasta tímabils og meiddist síðan fljótlega eftir að hann snéri aftur í síðasta mánuði.

Hann mun ekki spila meira á þessu ári en samkvæmt erlendum miðlum er líklegt að hann rifti samningi sínum við Al Hilal og haldi aftur til Brasilíu.

„Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað við Neymar en endurkoma hans til félagsins er draumur allra stuðningsmanna.“

„Samband Neymar við Santos er yndislegt. Hann hóf feril sinn hér en möguleikinn á að hann komi aftur fer eftir frammistöðu hans með Al Hilal og þrá hans um að koma.“

„Ég er 60 prósent á því að Neymar komi til okkar þegar samningur hans við Al Hilal rennur sitt skeið. Hann getur sætt sig við að fara frá félaginu því hann elskar Santos og er að hugsa um að fara á HM 2026,“
sagði Calves.
Athugasemdir
banner
banner
banner