Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 13:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael verið að spila í gegnum meiðsli - Daníel fór úr axlarlið
Icelandair
Daníel Leó.
Daníel Leó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í tvígang eftir að landsliðshópurinn var tilkynntur í síðustu viku hefur Age Hareide þurft að gera tvöfalda breytingu á leikmannahópnum. Fyrst varð ljóst að þeir Kolbeinn Birgir Finnsson og Daníel Leó Grétarsson gætu ekki verið með í leikjunum gegn Svartfjallalandi og Wales.

Kolbeinn var ekki í leikmannahópi Utrecht á föstudag, hann glímir við ökklameiðsli eftir að hafa orðið fyrir tæklingu á æfingu. Daníel Leó fór svo úr axlarlið í leik SönderjyskE gegn Vejle. Meiðsli Kolbeins eru ekki alvarleg en óvíst er hvernig framhaldið hjá Daníel verður.

Hlynur Freyr Karlsson og Dagur Dan Þórhallsson voru kallaðir upp í hópinn í stað Kolbeins og Daníels.

Í morgun var svo greint frá því að Mikael Neville Anderson og Hlynur gætu ekki verið með í komandi landsleikjum. Hlynur meiddist á ökkla í lokaumferð sænsku deildarinnar í gær þegar Brommapojkarna spilaði gegn Malmö en kláraði þó allan leikinn. Mikael spilaði þá fyrstu 89 mínúturnar þegar AGF gerði jafntefli gegn FCK í toppbaráttuslag dönsku deildarinnar.

Mikael hefur verið að spila í gegnum nárameiðsli að undanförnu og þarf að hvílast svo meiðslin verði ekki enn verri. Í staðinn fyrir hann og Hlyn voru þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Andri Fannar Baldursson kallaðir upp í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner