Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 10:46
Elvar Geir Magnússon
Tvær breytingar til viðbótar á landsliðshópnum - Mikael Anderson ekki með
Icelandair
Andri Fannar Baldursson kemur inn í liðið.
Andri Fannar Baldursson kemur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Mynd: Getty Images
Tvær breytingar til viðbótar hafa verið gerðar á leikmannahópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni, gegn Svartfjallalandi og Wales.

Rúnar Þór Sigurgeirsson og Andri Fannar Baldursson koma inn í hópinn í staðinn fyrir Mikael Anderson, leikmann AGF, og Hlyn Frey Karlsson, Brommapojkarna.

Ekki er gefin útskýring á því af hverju Mikael og Hlynur verða ekki með en líklega er um meiðsli að ræða. Hlynur hafði verið kallaður upp í landsliðið á laugardaginn en það var stutt stopp hjá honum í hópnum.

Rúnar Þór Sigurgeirsson er 24 ára bakvörður sem spilar fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni. Hann á tvo landsleiki, báða vináttulandsleiki. Andri Fannar Baldursson er 22 ára miðjumaður og á tíu landsleiki.

Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales á útivöllum í síðustu leikjum okkar liðs í riðli Þjóðadeildarinnar. Leikið verður gegn Svartfellingum næsta laugardag.

Svartfellingar eru á botni riðilsins en við Íslendingar erum í þriðja sæti, sem er umspilssæti um að halda sæti sínu í B-deildinni. Ef við vinnum Svartfjallaland gæti opnast möguleiki á að ná öðru sæti riðilsins.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner