Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong: Þarf ekki að spila í úrvalsdeildinni til að sanna mig
Mynd: Barcelona
Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, skrifaði undir nýjan samning við félagið í síðasta mánuði. Hann viðurkennir að hann hafi hafnað tilboðum úr úrvalsdeildinni.

De Jong var m.a. mikið orðaður við Man Utd áður en hann skrifaði undir nýja samninginn.

„Þarf ég að fara í úrvalsdeildina til að sanna mig? Það held ég ekki. Ég fékk tilboð en ég er ánægður hjá Barcelona," sagði De Jong en hann er í landsliðsverkefni með Hollandi þessa dagana.

„Úrvalsdeildin er án efa sú besta núna eins og La Liga var fyrir tíu árum. Það þýðir ekki að þú verður að spila þar til að sanna að þú ert frábær leikmaður. Mig dreymdi um það sem barn að spila fyrir Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner