Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylgjast náið með stöðu mála hjá Son
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: EPA
Galatasaray í Tyrklandi er að fylgjast náið með stöðu mála hjá Son Heung-min, framherja Tottenham.

Núgildandi samningur Son rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Í samningnum er ákvæði sem gerir Tottenham kleift að framlengja samning Son um eitt ár, en það er ekki enn búið að virkja það.

Galatasaray má byrja að ræða við Son um áramótin en það styttist heldur betur í það.

Son gekk í raðir Spurs frá Bayer Leverkusen fyrir 22 milljónir punda sumarið 2015 og hefur verið stórkostlegur fyrir félagið.

En það er spurning hvort hinn 32 ára gamli Son sé að hugsa um aðra áskorun.

Galatasaray er eitt stærsta félagið í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner