Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Markmannsþjálfari Fulham tekur við liði í Portúgal
Hugo Oliveira er farinn aftur til heimalandsins
Hugo Oliveira er farinn aftur til heimalandsins
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Hugo Oliveira er hættur sem markmannsþjálfari Fulham og tekinn við Famalicao í heimalandinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá portúgalska félaginu.

Oliveira er 42 ára gamall með tveggja áratuga reynslu af markmannsþjálfun.

Hann hefur unnið náið með Marco Silva síðustu ár en hann var aðstoðarmaður hans hjá bæði Everton og Watford áður en hann fór með honum til Fulham fyrir þremur árum.

Oliviera er nú hættur hjá Fulham og er tekinn við sem aðalþjálfari Famalicao í portúgölsku úrvalsdeildinni. Þetta verður hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Fernando Ferreira, fyrrum markmannsþjálfari Benfica, tekur við stöðu Oliveira hjá Fulham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner