Fótboltasamband Noregs mótmælir því opinberlega hvernig FIFA stóð að því að færa Sádi-Arabíu að halda HM árið 2034. Í dag var staðfest sú ákvörðun að mótið verði haldið þar.
Það þykir umdeilt að Sádi-Arabía fái að halda HM vegna mannréttindabrota í landinu og ásakana um íþróttahvítþvott.
Það þykir umdeilt að Sádi-Arabía fái að halda HM vegna mannréttindabrota í landinu og ásakana um íþróttahvítþvott.
Leif Welhaven íþróttafréttamaður Verdens Gang segir að útboðsferli FIFA hafi verið í meira lagi vafasamt. Aðildarlöndin hafi veitt samþykki sitt fyrir því að Spánn, Portúgal og Marokkó myndu halda HM 2030 og Sádi Arabía 2034 með því að klappa fyrir framan fjarfundarbúnað.
Hann segir þetta hafi verið gert saman til að reyna að kæfa gagnrýni á að Sádi-Arabía fengi HM. Fulltrúar Noregs klöppuðu ekki og Sviss gerði athugasemd við ferlið. Sádi-Arabía var eina þjóðin sem sótti um að halda mótið 2034 en Welhaven segir því hafa verið náð með klækjabrögðum.
„Venjan er að sama heimsálfan haldi ekki tvö heimsmeistaramót í röð. Hvað gerirðu þá? Skiptu 2030 á milli landa frá Evrópu og Afríku (Spáni, Portúgal og Marokkó) og láttu upphafsleikina spilast í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ. Þá gátu aðeins Asía og Eyjaálfa boðið 2034. Sádi-Arabía nýtti sér gluggann sem opnaðist samstundis," segir Welhaven.
„Leikþátturinn hefur verið fullkomnaður. Það sorglegasta er hvernig langflestar aðildarþjóðir samþykkja að vera leikbrúður fyrir sífellt einræðisríkari stjórn Infantino. Hámarki íþróttahvítþvotta er náð. Krónprinsinn Mohammed bin Salman mun láta konungsríki sitt skína eins skært og hægt er."
Athugasemdir