Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 23:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var hársbreidd frá fyrstu þrennunni - „Hún er að koma, engar áhyggjur"
Mynd: EPA
Bukayo Saka var maður leiksins þegar Arsenal vann 3-0 sigur á Mónakó í 5. umferð Meistaradeildarinnar. Enski vængmaðurinn skoraði tvö fyrstu mörk liðsins og lagði upp það þriðja.

„Þetta var erfiður leikur því mér fannst við ekki refsa þeim. Við fengum fullt af tækifærum til að loka leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við gerðum það ekki. Í seinni hálfleik þurftum við því aðeins að þjást á meðan þeir leituðu að marki. Við náðum að lokum að skora þrjú mörk og þetta verkefni er klárað. Við tökum því," sagði Saka eftir leikinn.

Saka er Arsenal ofboðslega mikilvægur og það heyrir til undantekninga ef hann leggur ekki upp eða skorar í leikjum liðsins. Hann var spurður út í mikilvægi sitt í liðinu á þessu tímabili en hann hefur skorað níu mörk á tímabilinu og lagt upp tólf.

„Ég er bara ánægður að hjálpa liðinu þar sem ég get gert það. Þetta er það sem ég er í liðinu til að gera, ég á að hafa áhrif sóknarlega. Ég er bara ánægæður að ég er að vinna mína vinnu."

Saka var hársbreidd frá því að skora sína fyrstu þrennu í Arsenal treyjunni en sending hans rétt kom við Havertz á leiðinni á mark Mónakó. „Kai var aðeins fyrir en þrennan er að koma, engar áhyggjur," sagði Saka að endingu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner