lau 12. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimir reyndi að fá Gumma Hreiðars til Katar
Icelandair
Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson
Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar Heimir Hallgrímsson var ráðinn þjálfari Al Arabi í síðasta mánuði fékk hann hinn unga Bjarka Má Ólafsson með sér í þjálfarateymið. Heimir reyndi einnig að fá Guðmund Hreiðarsson með til Katar en hann var markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í áraraðir áður en breytingar urðu á þjálfarateyminu síðastliðið sumar.

„Ég vildi fá Gumma Hreiðars með mér hingað en hann komst ekki. Hann er bundinn heima. Það hefði verið gaman að hafa Gumma, hann hefði blómstrað í umhverfinu eins og það er," sagði Heimir í Miðjunni á Fótbolta.net.

Hinn hollenski Frederic De Boever verður markmannsþjálfari Al Arabi út tímabilið en Heimir gæti reynt að fá Guðmund fyrir næsta tímabil sem hefst í ágúst.

„Ég mun reyna að fá hann en ég veit ekki hvernig staðan er hjá honum," sagði Heimir.

Heimir og Bjarki hafa starfað í Katar undanfarnar vikur og hafa í nógu að snúast þar þó að vetrarfrí sé í gangi í deildinni í Katar.

„Hlutverk Bjarka hefur verið að leikgreina andstæðingana, skoða leikmenn sem við erum að skoða og leikmennina okkar. Hlutverkið hans er líka að koma mér hraðar inn í þetta. Ég get látið hann læra og svo kennir hann mér á tæknina hérna. Hann hefur komið virkilega skemmtilega inn í þetta og það eru allir ánægðir með hann," sagði Heimir.

Í Miðjunni ræðir Heimir meira um þjálfarateymi sitt en auk Bjarka er hann meðal annars með spænska þjálfara með sér.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner