Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   sun 12. janúar 2020 16:47
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Björn Bergmann í læknisskoðun hjá APOEL
Íslenski landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson er staddur á Kýpur, hann er að öllum líkindum á leið til APOEL.

Samkvæmt heimildum Goal.com á Kýpur er Björn Bergmann í læknisskoðun, hann kom til Kýpur í gær.

APOEL er ríkjandi meistari á Kýpur, þeir sitja í 3. sæti sem stendur níu stigum frá toppsætinu.

Björn Bergmann hefur frá árinu 2018 spilað með Rostov í Rússlandi.
Þessi 29 ára gamli framherji hefur leikið 17 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner