Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 12. janúar 2020 11:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Donny van de Beek segist ekki á förum frá Ajax
Hollenski landsliðsmaðurinn Donny van de Beek sem leikur með Ajax í heimalandinu hefur verið orðaður við Manchester United síðustu vikur.

Van de Beek sagði í samtali við Fox Sports í gær að hann væri ekki á förum á næstunni og verður að minnsta kosti hjá Ajax út þetta tímabil.

„Ég hef sagt þetta áður og ég geri það aftur núna, ég mun spila með Ajax út þetta tímabil og kannski það næsta líka."

„Það að vera orðaður við Manchester United og Real Madrid er ánægjulegt, en það er ekki efst í huga mér núna. Eins og ég segi þá mun ég vera áfram hjá Ajax, það er alveg ljóst," sagði Van de Beek.
Athugasemdir
banner