Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 12. janúar 2020 13:29
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Þægilegur sigur Udinese á Sassuolo
Udinese 3 - 0 Sassuolo
1-0 Stefano Okaka ('14 )
2-0 Ken Sema ('68 )
3-0 Rodrigo De Paul ('90 )

Fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni er nú ný lokið, þar tók Udinese á móti Sassuolo.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var Stefano Okaka fyrrum leikmaður Watford sem skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu.

Heimamenn bættu við tveimur mörkum í seinni hálfleik, Ken Sema skoraði annað mark leiksins á 68. mínútu og það var svo Rodrigo De Paul sem gulltryggði sigur heimamanna þegar hann skoraði í uppbótartíma.

Niðurstaðan 3-0 sigur Udinese sem fór í 9. sætið með sigrinum, Sassuolo er í 14. sæti.
Athugasemdir
banner