Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 12. janúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Braithwaite: Ég fer ekki í þessum glugga eða eftir tímabilið
Martin Braithwaite hefur ítrekað það að hann sé ekki á förum
Martin Braithwaite hefur ítrekað það að hann sé ekki á förum
Mynd: Getty Images
Martin Braithwaite, framherji Barcelona, hefur ítrekað það að hann sé ekki á förum frá félaginu í þessum glugga og hvað þá eftir tímabilið.

Braithwaite kom til Barcelona frá Leganes í janúar á síðasta ári en spænska félagið þurfti sárlega á framherja að halda í fjarveru Luis Suarez og fleiri lykilmanna á þeim tíma.

Skiptin voru ansi óvænt en hann hefur skorað 5 mörk og lagt upp 2 í 19 leikjum á þessari leiktíð.

Barcelona ætlar að styrkja framlínuna og er Braithwaite ekki hræddur við samkeppni og ítrekar hann það að hann sé ekki á leið frá félaginu.

„Mér líst vel á það að félagið er í leit að fleiri leikmönnum í janúar. Þannig á það að vera hjá Barcelona. Þetta er félag sem vill hafa bestu leikmenn heims í sínum röðum og það þarf að vera mikil samkeppni. Það hræðir mig ekki heldur hvetur það mig áfram og ég þarf á því að halda," sagði Braithwaite við TV3.

„Ég mun halda áfram að berjast á næsta tímabili. Við eigum mikla möguleika á að vinna titla á þessu tímabili og ég er ekki að hugsa um annað. Það er ekki séns að ég sé á leið frá félaginu í þessum glugga eða eftir tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner